Home Fréttir Í fréttum Varnargarðar við orkuverið í forgangi

Varnargarðar við orkuverið í forgangi

86
0
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, að ríkistjórnarfundi loknum í dag. mbl.is/Óttar

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra seg­ir frum­varp for­sæt­is­ráðherra um vernd mik­il­vægra innviða á Reykja­nesi verða rætt á þingi á morg­un. Hún geri sterk­lega ráð fyr­ir að það verði samþykkt.

<>

Katrín Jak­obs­dótt­ir lagði í gær fram frum­varp um að þeim ráðherra sem fari með mál­efni al­manna­varna sé heim­ilt að feng­inni til­lögu rík­is­lög­reglu­stjóra að taka ákv­arðanir um nauðsyn­leg­ar fram­kvæmd­ir í þágu al­manna­varna, þar á meðal upp­bygg­ingu varn­argarða.

Í sam­tali við blaðamann mbl.is að rík­i­s­tjórn­ar­fundi lokn­um staðfesti dóms­málaráðherra að frum­varpið væri á henn­ar mál­efna­sviði.

„All­ir flokk­ar héldu þing­flokks­fund í gær, þar sem þetta var samþykkt í þing­flokk­um, og ég vænti þess að Alþingi Íslend­inga muni samþykkja frum­varpið á morg­un.“

Hefja ekki fram­kvæmd­ir nema ör­yggi sé tryggt
Spurð hvenær væri hægt að hefjast handa við fram­kvæm­ir á varn­ar­görðum á Reykja­nesskaga seg­ir Guðrún að í raun væri hægt að hefjast handa um leið og frum­varpið væri samþykkt. Þar sem neyðarstig sé í gildi á svæðinu, komi hins veg­ar ekki til greina að senda fólk þangað í vinnu þar til ör­yggi þeirra sé tryggt.

Seg­ir ráðherra höfuðáherslu lagða á varn­argarða við orku­verið í Svartsengi, enda sé erfitt að segja til um hvort hægt sé að reisa varn­argarða við Grinda­vík eins og er, enda geri þeir lítið gagn ef gos komi upp í bæn­um sjálf­um.

Viðlaga­sjóðshús borist til tals
Spurð hvort til greina hafi komið að byggja viðlaga­sjóðshús líkt og í kjöl­far goss­ins í Heima­ey fyr­ir 50 árum, seg­ir hún innviðaráðherra þegar hafa tekið það til skoðunar.

„Við erum núna fyrst og síðast að kort­leggja það hús­næði sem fyr­ir er í land­inu,“ seg­ir Guðrún og nefn­ir sem dæmi sum­ar­húsa­byggðir. Hún minn­ist þess sjálf að Vest­manna­ey­ing­ar hafi búið í sum­ar­bú­stöðum í Ölfus­borg­um aust­an við Hvera­gerði, heima­bæ henn­ar.

Hún kveðst þó gera ráð fyr­ir að verk­efnið verði krefj­andi enda sé þegar hús­næðis­skort­ur í land­inu.

Mik­il­vægt að grípa þá sem ekki eiga bak­land
Guðrún hrós­ar einnig Íslend­ing­um fyr­ir viðbrögð þeirra í kjöl­far skyndi­legr­ar rým­ing­ar á föstu­dags­kvöldið.

„Það var ein­stakt að sjá á föstu­dags­kvöldið, hvernig ís­lenska þjóðin tók á móti Grind­vík­ing­um.“

Seg­ir ráðherr­ann að gert hafi verið ráð fyr­ir að fleiri hundruð manns myndu leita í fjölda­hjálp­ar­stöðvar Rauða kross­ins, en að færri en 200 hafi þangað leitað.

Flest­ir þeirra hafi hins veg­ar verið ein­stak­ling­ar af er­lendu bergi brotn­ir, sem ekki eigi sterkt bak­land á Íslandi og því sé mik­il­vægt að sam­fé­lagið grípi þann hóp.

Heimild: Mbl.is