Home Fréttir Í fréttum Dreifikerfi HS Veitna í Grindavík víða laskað vegna náttúruhamfara

Dreifikerfi HS Veitna í Grindavík víða laskað vegna náttúruhamfara

115
0
Mynd: Hsveitur.is

Starfsfólk HS Veitna vann í fyrri nótt og frameftir degi í gær við að halda uppi rafmagni og hita á húsum í Grindavík. Ljóst er að veitukerfin eru víða löskuð sökum bæði jarðskjálfta og jarðgliðnunar.

<>

Seinnipartinn í gær var starfsfólki HS Veitna gert að rýma bæinn og staðan þá var sú að hiti var á húsum í Grindavík að mestu en rafmagn farið af á einstaka stöðum. Nú er búið að taka stöðuna úr stjórnkerfunum og samkvæmt þeim er staðan þessi:

Heitt vatn
Hvað heita vatnið varðar er heitavatnslaust á skyggða svæðinu á meðfylgjandi mynd. Líklegt er að talsvert sé af lekum víðar í kerfinu. Ekki hefur verið unnt að vinna bilanagreiningu á vettvangi vegna neyðarstigs og rýmingar. Sérstaklega er varað við hættu sem skapast af heitu vatni á yfirborði eða í skurðum.

Mynd: Hsveitur.is

Rafmagn
Hvað rafmagnið varðar er nú rafmagnslaust á þeim stöðum sem eru rauðmerktir á meðfylgjandi kortum. Líklegt er að rafmagnsleysi sé víðar í kerfinu vegna bilana í götuskápum og lágspennustrengjum sem liggja í húsagötum. Ekki hefur verið unnt að bilanagreina á vettvangi vegna neyðarstigs og rýmingar. Sérstaklega er varað við hættu sem skapast vegna laskaðra raforkumannvirkja og strengja.

Mynd: Hsveitur.is

Heimilid: Hsveitur.is