Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Fjögur tiboð bárust í risaverkefni í nýju íþróttahúsi við Jaðarsbakka

Fjögur tiboð bárust í risaverkefni í nýju íþróttahúsi við Jaðarsbakka

605
0

Nýverið voru tilboð í innanhússfrágang í nýju íþróttahúsi að Jaðarsbökkum opnuð. Alls bárust fjögur tilboð í verkið.

<>

Fjallað var um tilboðin á fundi skipulags – og umhverfisráðs, auk þess að Mannvit kynnti umsögn fyrirtækisins um hagstæðasta tilboðið.

Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar í verkefnið var rétt rúmlega 1.1 milljarður kr. eða (1.122.262.324 kr.)

Byggingarfélagið Bestla ehf. bauð tæplega 1,7 milljarða kr. (1.688.044.395 kr.) sem er um 50% yfir kostnaðaráætlun.

E: Sigurðsson ehf bauð rúmlega 1,3 milljarða kr. í verkefnið (1.342.545.580 kr.) sem er 19,6 % yfir kostnaðaráætlun.

Flotgólf ehf. bauð tæplega 1,5 milljarða kr. í verkefnið (1.488.928.810 kr.) sem 32% yfir kostnaðaráætlun.

Sjammi ehf. bauð rétt tæplega 1,5 milljarða kr. eða í verkefnið (1.478.155.671 kr.) sem er tlplega 32% yfir kostnaðaráætlun.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum að ganga til samninga við lægstbjóðanda, E. Sigurðsson ehf, um verkið.

Heimild: Skagafrettir.is