Home Fréttir Í fréttum Engin röskun hjá BaseParking

Engin röskun hjá BaseParking

164
0
Flugstöðin stækkar. Ný austurálma flugstöðvarinnar sem var opnuð í sumar Eggert Jóhannesson

Eng­inn rösk­un verður á starf­semi BaseP­ark­ing við flug­stöðina í Kefla­vík, þrátt fyr­ir að fram­kvæmd­ir standi þar nú yfir.

<>

Þetta seg­ir Ómar Hjalta­son, eig­andi BaseP­ark­ing í sam­tali við Morg­un­blaðið. Í fyrradag var greint frá því að svo­kölluð brott­far­ar­enna við flug­stöðina verður lokuð í næstu viku vegna fram­kvæmda við gönguþver­un.

Taka á móti bíl­um viðskipta­vina á skamm­tíma­stæðinu
BaseP­ark­ing hef­ur í nokk­ur ár boðið upp á lagn­ing­arþjón­ustu við flug­stöðina. Viðskipta­vin­ir fé­lags­ins hafa fram til þess ekið bíl­um sín­um upp að fyrr­nefndri brott­far­ar­ennu þar sem starfs­menn BaseP­ark­ing hafa tekið við þeim.

„Við mun­um, þá daga sem um ræðir, taka á móti bíl­um viðskipta­vina á skamm­tíma­stæðinu fyr­ir brott­far­ir, þannig að viðskipta­vin­ir finna ekki mik­inn mun á þjón­ustu,“ seg­ir Ómar.

„Flug­völl­ur­inn stækk­ar hratt og það er eðli­legt að svæðið í kring­um flug­stöðina taki breyt­ing­um með tím­an­um. Þegar svona fram­kvæmd­ir standa yfir þurf­um við bara að aðlaga okk­ur að því. Við erum ýmsu vön þegar kem­ur að þess­ari þjón­ustu.“

Marg­ir ís­lend­ing­ar á far­alds­fæti
Spurður um að hvernig sum­arið hafi gengið seg­ir Ómar að tölu­vert hafi verið að gera hjá BaseP­ark­ing í sum­ar enda séu marg­ir Íslend­ing­ar á far­alds­fæti. Hann seg­ir jafn­framt að tölu­vert sé bókað hjá fyr­ir­tæk­inu nú á haust­mánuðum.

„Fólk er byrjað að bóka þjón­ustu fyr­ir jól og ára­mót. Það er ekki bara vin­sæll tími til að fara er­lend­is held­ur nýt­ir fólk tæki­færið til að láta geyma bíla sína, þrífa þá, smyrja og svo fram­veg­is. Miðað við þær bók­an­ir sem er nú þegar komn­ar má bú­ast við aukn­ingu í ár,“ seg­ir Ómar.

Heimild: Mbl.is