Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í verkefnið: „Smíði og uppsetning fastra húsgagna og innréttinga, Bæjarhálsi 1“
Verkframkvæmd sem er til útboðs snýr að smíði og uppsetningu fastra húsgagna og innréttinga í vesturhús, hvolfrými og á -1.hæð að Bæjarhálsi 1. Framkvæmdatími hefst um leið og ritað hefur verið undir verksamning.
Uppsetning fastra húsgagna og innréttinga mun fara fram meðan aðrir verktakar vinna að innanhússfrágangi í húsinu. Forsendur þessa útboðs og annarra verka er að verktaki geti hafið uppsetningu á verkstað þann 1.október 2024.
Framkvæmd skal lokið að fullu leyti fyrir áramót 2024-2025 en þá mun verkkaupi taka húsið fullbúið í notkun.
Grundvöllur og eitt af meginmarkmiðum verkkaupa með útboði fastra húsgagna og innréttinga víðsvegar um húseign í einu útboði, er að tryggja samræmi í útliti og frágangi fastra húsgagna og innréttinga. Þannig er það megin skilyrði útboðsins að sami framleiðandi framleiði allar innréttingar og föst húsgögn svo útlit þeirra sé sambærilegt m.t.t. handbragðs o.s.frv.
Útboðsgögn afhent: | 01.11.2023 kl. 17:00 |
Skilafrestur | 04.12.2023 kl. 14:00 |
Opnun tilboða: | 04.12.2023 kl. 14:00utb |
Sjá nánari upplýsingar í útboðsgögnum.