Home Fréttir Í fréttum Fjórðungi synjað

Fjórðungi synjað

182
0
mbl.is/​Hari

Af 2.460 um­sækj­end­um sem sóttu um iðnnám í haust var 556 hafnað eða hart­nær fjórðungi um­sækj­enda. Þetta kem­ur fram í grein­ingu Sam­taka iðnaðar­ins, SI, sem kynnt verður á mann­virkjaþingi sam­tak­anna í dag. Alls hef­ur um 2.400 verið synjað um slíkt nám frá ár­inu 2020.

<>

SI segja að á síðustu fimm árum hafi braut­skráðum úr iðnnámi fjölgað um 70%. Auk­in vakn­ing hafi átt sér stað um þá mögu­leika sem fel­ist í iðnnámi sem hafi skilað sér í auk­inni aðsókn í námið.

Þess­ar töl­ur sýni þann mikla áhuga sem sé á iðnnámi. En sam­hliða auk­inni aðsókn í iðnnám sé fjöl­mörg­um um­sókn­um hafnað ár hvert og hafi hlut­fall þeirra sem er hafnað auk­ist. Skort­ur sé á fjár­magni til skól­anna sem verði því að hafna áhuga­söm­um nem­end­um.

Mun lægra hlut­fall ung­menna hér á landi er í iðnnámi en al­mennt í ríkj­um OECD að sögn SI eða 31% en er 44% að jafnaði í ríkj­um OECD. Þá ljúka aðeins 40% af nem­end­um námi á til­sett­um tíma en meðaltal OECD er 62%.

SI segja að út­gjöld til iðnnáms hér á landi séu hlut­falls­lega lægri en geng­ur og ger­ist á Norður­lönd­un­um og meðal ríkja OECD. Af út­gjöld­um til mennta­mála fara um 7% til iðn­náms sam­an­borið við 10% að jafnaði á Norður­lönd­un­um og í ríkj­um OECD.

Heimild: Mbl.is