Úr fundargerð Skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar þann 30.10.2023
Íþróttahús Vesturgötu – viðgerð á húsi
Kynnt tilboð í verðkönnun á niðurrifi í sal Íþróttahúss við Vesturgötu auk umsagnar frá Mannvit um hagstæðasta tilboð.
Um var að ræða lokaða verðkönnun til 5 aðila. Eftirfarandi tilboð bárust frá 3 aðilum, með vsk:
SF Smiðir ehf 61.906.017 kr. (190 %)
Sjammi ehf 40.340.584 kr. (124 %)
Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar 25.607.000 kr. (78 %)
Kostnaðaráætlun 32.622.000 kr. (100 %)
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda, Trésmiðja Þráinn E Gíslason ehf, um verkið.
Ráðið leggur til að send verði út fréttatilkynning um fyrirhugaðan samning ásamt tímalínu á framkvæmdinni. Mikilvægt er að íbúar séu í hvívetna upplýstir um stöðu mála.
Heimild: Akranes.is