Home Fréttir Í fréttum Vilja byggja á lóð í Þingholtunum

Vilja byggja á lóð í Þingholtunum

107
0
Bergstaðastræti 32A er ein af fáum lóðum sem enn eru óbyggðar í þessu gróna hverfi mbl.is/sisi

Það eru ekki marg­ar óbyggðar lóðir í Þing­holt­un­um í Reykja­vík. Nú hef­ur skipu­lags­full­trúa borist fyr­ir­spurn um upp­bygg­ingu á slíkri lóð, þ.e. lóðinni Bergstaðastræti 32A. Hún stend­ur ská­hallt á móti Hót­el Holti.

<>

Á fundi skipu­lags­full­trúa í sum­ar var lögð fram fyr­ir­spurn Hót­el Holts Hausta ehf., dags. 17. júní 2023, ásamt bréfi Att Ark ehf., um upp­bygg­ingu á lóðinni. Fyr­ir­spurn­inni var vísað til um­sagn­ar verk­efna­stjóra skipu­lags­full­trúa.

Skil­greind­ur sem íbúðabyggð
Fram kem­ur í grein­ar­gerð með fyr­ir­spurn­inni að lóðin hafi und­an­farið verið leigð út sem bíla­stæði fyr­ir ná­granna. Áður fyrr var hún nýtt sem bíla­stæði fyr­ir gesti Hót­el Holts. Lóðin er 267 fer­metr­ar að stærð. Á lóðinni stend­ur lítið rautt timb­ur­hús, byggt 1906 og því friðað.

Reit­ur­inn er sam­kvæmt aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040 skil­greind­ur sem íbúðabyggð. Hvorki er í gildi hverf­is­skipu­lag né deili­skipu­lag fyr­ir reit­inn.

Fram kem­ur í grein­ar­gerð arki­tekts­ins (Att Ark ehf.) að ný­bygg­ing á reitn­um verði end­an­lega hönnuð sam­kvæmt áskilnaði um að „nýj­ar bygg­ing­ar í eldri hverf­um verði lagaðar að ein­kenn­um byggðar­inn­ar […] og verði aðeins heim­ilaðar sé sýnt fram á að þær séu til bóta fyr­ir heild­ar­svip byggðar­inn­ar“, sam­an­ber aðal­skipu­lag Reykja­vík­ur 2040.

Nán­ar er fjallað um upp­bygg­ingaráform í Þing­holt­um í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is