Home Fréttir Í fréttum Milljarða munur á jafnlöngum brúm

Milljarða munur á jafnlöngum brúm

222
0
Þorskafjarðarbrú var vígð í vikunni og kostaði rúma tvo milljarða króna. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson

Jón Gunn­ars­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins velti því upp í ræðu á Alþingi hvort tvær brýr sem stend­ur til að byggja væru ekki allt of dýr­ar.

<>

„Mig lang­ar að gera sam­göngu­mál að um­tals­efni og byrja á sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins,“ sagði Jón í umræðum um störf þings­ins á miðviku­dag.

Jón sagði að til stæði á næstu vik­um eða mánuðum að bjóða út nýja brú yfir Foss­vog. Áætlaður kostnaður væri í kring­um átta millj­arðar króna fyr­ir 260 metra brú sem er byggð sem ein­hvers kon­ar lista­verk.

Til sam­an­b­urðar mætti nefna að á miðviku­dag­inn hefði verið vígð ný brú yfir Þorska­fjörð, sem er um 260 metra löng og til viðbót­ar 2,7 kíló­metra vegakafl­ar að brúnni auk grjót­g­arða. Heild­ar­kostnaður við þessa brú og öll þessi mann­virki í kring­um hana væri um tveir millj­arðar.

„Sam­bæri­leg brú í Kópa­vogi eða í Foss­vogi átta millj­arðar. Þetta hlýt­ur að vekja okk­ur til um­hugs­un­ar um það hvort það er verið að fara allt of dýr­ar leiðir og þingið hlýt­ur að þurfa að grípa til ráðstaf­ana þannig að þetta verði skoðað ít­ar­lega,“ sagði Jón. Ölfusár­brú væri annað dæmi, 10 millj­arða fram­kvæmd, hálf­gert lista­verk.

Áætlað er að Foss­vogs­brú­in muni kosta átta millj­arða króna. Teikn­ing/​Efla og BEAM

Loks sagði Jón að það hefði vakið at­hygli að á þriðju­dag hefðu borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins lagt fram til­lögu um ljós­a­stýr­ing­ar­mál í for­gang. Því var hafnað af Reykja­vík­ur­borg.

„Þetta er þó for­gangs­atriði sam­göngusátt­mál­ans þegar þingið af­greiddi hann hér úr þing­inu. Svo er þessu hafnað núna af ein­um aðalaðila sam­göngusátt­mál­ans, Reykja­vík­ur­borg.“

Heimild: Mbl.is