Home Fréttir Í fréttum Stór áfangi í augsýn við smíði bílakjallara

Stór áfangi í augsýn við smíði bílakjallara

203
0
Mynd: NLSH.is

Stórum áfanga í steypu botnplötunnar í bílakjallaranum við austurenda meðferðarkjarnans verður náð þann 30. október nk.

<>

Áætlað er að steypa um 400 rúmmetra. Bílakjallarinn verður á tveimur hæðum ásamt Sóleyjartorgi sem verður ofan á þessum kjallara.

Bílakjallarinn er staðsettur á milli væntanlegs meðferðarkjarna og fyrirhugaðrar byggingar dag-, göngu- og legudeildar Landspítalans. Aðkoma bifreiða verður frá Burknagötu, upp á þak bílakjallarans og niður um skábrautir á austurhlið hans. Aðkoma gangandi og hjólandi verður frá göngu- og hjólastígum við Burknagötu og um rampa frá Hrafnsgötu.

Yfirborðsfrágangur og landmótun á þaki bílakjallarans er í vinnslu og er ekki hluti þessa áfanga.

Gert er ráð fyrir gönguleiðum inn í væntanlegan meðferðarkjarna Landspítalans, vestan við bílakjallarann, af báðum kjallarahæðum hússins. Sama á við um fyrirhugað dag-, göngu- og legudeildarhús Landspítalans sem verður staðsett austan við bílakjallarann.

Í bílakjallaranum verða 85 bílastæði í neðri kjallara og 82 bílastæði í efri kjallara, alls 167 stæði.

Þar af eru 10 bílastæði merkt hreyfihömluðum. Áætlað flatarmál kjallarans er um 7.030 fermetrar.

Heimild: NLSH.is