Home Fréttir Í fréttum Vandræðagangur og framkvæmdir

Vandræðagangur og framkvæmdir

233
0
Tímabundin ljósastýring er afar gjafmild á græna ljósið og því fá báðar fylkingar leyfi til að keyra á sama tíma. mbl.is/Ingó

Þeir sem farið hafa ný­lega um Vík­ur­veg í Grafar­vogs­hverfi í Reykja­vík hafa vafa­laust tekið eft­ir þeim miklu fram­kvæmd­um sem þar eiga sér stað og áhrif­um þeirra á um­ferðina.

<>

Stærri öku­tæki á borð við rútu­bíla og stræt­is­vagna hafa lent í tals­verðu basli við að keyra um fram­kvæmda­svæðin – fest sig á ný­lögðum um­ferðareyj­um og keyrt niður ný­steypta götu­kanta.

Öku­menn minni bif­reiða hafa ekki síður lent í vand­ræðum, einkum við bráðabirgðaum­ferðarljós­a­stýr­ingu við gatna­mót Vík­ur­veg­ar, Borga­veg­ar og Fossa­leyn­is. Svo mik­il eru vand­ræðin á köfl­um að segja má að eins kon­ar stjórn­leysi ríki.

Marg­ir eru, ef marka má þá umræðu sem átt hef­ur sér stað á face­booksíðu íbúa í Grafar­vogi, mjög ósátt­ir við fram­kvæmd­irn­ar og vand­ræðin sem þeim fylgja.

Búið er að fjar­lægja út­skot fyr­ir stræt­is­vagna og stoppa þeir ósjald­an um­ferð um hring­torgið skammt frá. mbl.is/​Ingó

Al­ger hörm­ung
„Öll þessi fram­kvæmd er al­ger hörm­ung,“ seg­ir einn. „Við erum að verða vitni að al­ger­um hálf­vita­gangi og skemmd­ar­verki á veg­in­um,“ seg­ir ann­ar og held­ur áfram: „Veg­ur­inn var bara mjög góður áður.“

Enn ann­ar velt­ir upp „hvernig í ósköp­un­um“ svona fram­kvæmd geti haldið áfram. „[Þ]egar all­ir sem hafa hvolpa­vit sjá hvers kon­ar drullumix þessi fram­kvæmd er í alla staði. Hvaða bjáni teiknaði þetta svona upp eða er þetta bara hannað klukku­tíma fyr­ir klukku­tíma?“ spyr hann.

Þeir sem ekki lesa um pirr­ing­inn á sam­fé­lags­miðlum verða vitni að hon­um í um­ferðinni, enda eru öku­menn marg­ir óspar­ir á bíl­flaut­una.

Stór öku­tæki eiga erfitt með að fara um hring­torgið eft­ir breyt­ing­ar. Takið eft­ir steypta kant­in­um sem stræt­is­vagn­ar óku niður. mbl.is/​Ingó

Strætó stopp­ar alla um­ferð
Á heimasíðu Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir að fram­kvæmd­in feli í sér gerð hring­torgs á gatna­mót­um Vík­ur­veg­ar og Borga­veg­ar í stað ljós­a­stýrðra gatna­móta og stækk­un á nú­ver­andi hring­torgi á Vík­ur­vegi við inn­keyrslu á lóð Eg­ils­hall­ar.

Þá hef­ur einnig út­skot fyr­ir strætó við stoppistöð á Borga­vegi verið fjar­lægt og þarf strætó því nú að stoppa á göt­unni til að hleypa farþegum inn og út úr vagn­in­um.

Stoppistöðin er staðsett skammt frá ný­gerðu hring­torgi við gatna­mót Vík­ur­veg­ar og stöðvar strætó því ósjald­an alla bílaum­ferð um hring­torgið og Vík­ur­veg að hluta. Þess­ar taf­ir valda vafa­laust pirr­ingi hjá mörg­um veg­far­end­um.