Home Fréttir Í fréttum Slysagildra við Álfabakka

Slysagildra við Álfabakka

147
0
Ökumenn sem koma á miklum hraða af Reykjanesbrautinni inn á veginn að Álfabakka þurfa að gæta varúðar. Ljósmynd/Aðsend

Frá­rein sem leiðir af Reykja­nes­braut og inn á Álfa­bakka er illa merkt og aug­ljós slysa­gildra, seg­ir Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins.

<>

Verið er að ganga frá vegi sem ligg­ur frá aðrein Reykja­nes­braut­ar og að nýju hús­næði Garðheima við Álfa­bakka 6, en sök­um slæmra merk­inga staf­ar mik­il hætta af veg­in­um. For­vars­menn versl­un­ar­inn­ar hafa lýst yfir áhyggj­um af stöðu mála.

„Menn koma nátt­úru­lega á mikl­um hraða af Reykja­nes­braut­inni og fara inn á þessa þröngu aðrein og inn á Álfa­bakka þar sem er lít­ill hraði og tví­stefna, en í raun er þetta það illa merkt að menn halda að þetta sé ein­stefna, þannig þetta eru í raun tvær slysa­gildr­ur ekki bara ein,“ sagði Kjart­an í sam­tali við mbl.is.

Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Í gær  lagði Kjart­an fram til­lögu á fundi um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur sem sneri að þessu máli.

Til­lag­an er svohljóðandi:

„Lagt er til að ráðist verði í taf­ar­laus­ar úr­bæt­ur á frá­rein af Reykja­nes­braut inn á Álfa­bakka. Nú eru gatna­mót frá­rein­ar­inn­ar við Álfa­bakka rugl­ings­leg og aug­ljós slysa­gildra. Lag­færa þarf gatna­mót­in og bæta merk­ing­ar við þau. Einnig þarf að gera úr­bæt­ur á Álfa­bakka, milli um­ræddr­ar frá­rein­ar og Árskóga. Meðal ann­ars þarf að merkja miðlínu og fjar­lægja merk­ing­ar, er gefa til kynna að þar sé um ein­stefnu að ræða, sem skap­ar einnig slysa­hættu.

Hér sést hvernig tví­stefnu­veg­ur starfar í raun sem ein­stefnu­veg­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Í sein­ustu viku greindi Morg­un­blaðið frá mal­ar­haug­um í ná­grenni við Álfa­bakka sem hafa verið íbú­um í ná­grenn­inu til ama.

Heimild: Mbl.is