Home Fréttir Í fréttum Heimstaden minnkar eignasafnið í Hollandi

Heimstaden minnkar eignasafnið í Hollandi

71
0
Sænska leigufélagið reynir að komast hjá því að fá lægri lánshæfiseinkunn.

Heimstaden Bostad hyggst selja um 20% af eignasafninu í Hollandi á næstu tveimur árum, sem gæti skilað 620 milljónum dala aftur í reksturinn.

<>

Sænska leigufélagið Heimstaden Bostad AB stefnir á að selja hluta eignasafnsins í Hollandi til að ná stjórn á skuldum og komast hjá því að fá lægri lánshæfiseinkunn.

Bloomberg hefur það eftir rekstrarstjóra félagsins í Hollandi að þau stefni á að selja um 20% af eignasafninu á næstu tveimur árum en félagið á um 13.500 eignir þar í landi sem metnar eru á 28,7 milljarða sænskra króna.

Samkvæmt útreikningum Bloomberg gæti salan því skilað að lágmarki 620 milljónum dala inn í reksturinn. Áður hafði verið greint frá því að fyrirtækið stefndi á að selja 25 þúsund eignir í Hollandi, Þýskalandi, Danmörku, Noregi og Finnlandi á næstu átta árum.

Fréttin birtist í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag.

Heimild: Vb.is