Home Fréttir Í fréttum Rifu niður heilt hús fyrir mistök

Rifu niður heilt hús fyrir mistök

270
0
Þarna var eitt sinn heimili. Skjáskot

Banda­rísk kona er í áfalli eft­ir að húsið henn­ar, sem er skammt frá Atlanta, var jafnað við jörðu fyr­ir mis­tök.

<>

Kon­an, Sus­an Hodg­son, seg­ir í sam­tali við AP-frétta­stof­una að hún hafi verið í fríi í síðasta mánuði þegar húsið var rifið. Þegar hún kom til baka blöstu aðeins við hús­a­rúst­ir.

Er brjáluð og í áfalli

„Ég er brjáluð,“ seg­ir Hodg­son í viðtali um liðna helgi. „Ég hugsa í sí­fellu með mér: „Er þetta spaug eða eitt­hvað í þá veru?“ Ég er í áfalli,“ seg­ir hún.

Hún kveðst hafa fengið sím­tal frá ná­granna sín­um á meðan hún var á ferðalagi. Ná­grann­inn spurði hana hvort hún hefði ráðið verk­taka til að rífa húsið. Svarið var nei. „Það er nú samt ein­hver þarna sem var að jafna húsið við jörðu,“ seg­ir Hodg­son þegar hún rifjar upp sam­talið við ná­grann­ann.

Verktak­inn með dólg

Hún seg­ir að verk­tak­arn­ir höfðu brugðist ókvæða við þegar ná­grann­inn ræddi við þá.

„Þeir sögðu henni að halda sér sam­an og skipta sér ekki af,“ sagði Hodg­son.

Fóru húsa­villt

Þá bað hún ætt­ingja um að fara á vett­vang og biðja menn­ina um að fram­vísa leyfi. Þá kom í ljós, þegar verk­stjór­inn fór yfir málið, að þeir hefðu farið húsa­villt.

Hodg­son tek­ur fram að eng­inn hafi búið í hús­inu und­an­far­in fimmtán ár. Lóðinni hafi hins veg­ar ávallt verið sinnt, grasið slegið og skatt­ar og gjöld greidd af eign­inni.

Hún hef­ur kært málið til lög­reglu og rætt við lög­menn um næstu skref.

„Hvernig get­ur fólk bara farið og tætt í sig annarra manna eign­ir og svo bara ekið á brott?“

Heimild: Mbl.is