Home Fréttir Í fréttum Íbúar kvarta yfir malarhaugum

Íbúar kvarta yfir malarhaugum

73
0
Reykjavíkurborg hefur verið sein að gefa upplýsingar um malarhaugana sem gera íbúum lífið leitt. mbl.is/Árni Sæberg

„Okk­ur íbú­um hér við Árskóga er sýnd mik­il óvirðing með þess­um sóðaskap í næsta ná­grenni og ekki síður hvernig við erum al­ger­lega hunsuð þegar kem­ur að upp­lýs­inga­gjöf og því hvernig mál­um er raun­veru­lega háttað,“ seg­ir Sigrún Sig­hvats­dótt­ir, íbúi í Árskóg­um í Reykja­vík, en upp við íbúðar­hús­in eru háir mal­ar­haug­ar sem hafa verið að hlaðast upp í fleiri ár. Frá mal­ar­haug­un­um fýk­ur sand­ur og mold um hverfið og inn í íbúðirn­ar, íbú­um til mik­ils ama.

<>

„Menn al­veg þekkja þetta mál og ef þú ferð þarna upp eft­ir er þetta ekk­ert sem fer fram hjá manni,“ seg­ir Kjart­an Magnús­son borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Í skrif­legu svari til Morg­un­blaðsins rek­ur Kjart­an málið en hann hef­ur leitað svara inn­an borg­ar­kerf­is­ins. Frá því í júní hef­ur hann spurst fyr­ir um málið inn­an borg­ar­inn­ar en ekki fengið skýr svör.

Hinn 13. júlí lagði hann inn skrif­lega fyr­ir­spurn, en hana hef­ur dagað uppi. „Slík upp­lýs­ingatregða er með ólík­ind­um því auðvitað eiga íbú­ar, sem og kjörn­ir full­trú­ar og fjöl­miðlar, rétt á að fá skýr svör um slík mál án und­andrátt­ar,“ seg­ir Kjart­an.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is