Home Fréttir Í fréttum „Greinilega ákvörðun sem er tekin við skrifborð“

„Greinilega ákvörðun sem er tekin við skrifborð“

127
0

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, er allt annað en sáttur við umfangsmiklar framkvæmdir sem nú standa yfir á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar/Skeiðarvogs.

<>

Um er að ræða breytingar sem miða að auknu umferðaröryggi og fela í sér að önnur af tveimur beygjukranum til vinstri frá Kleppsmýrarvegi til suðurs inn á Sæbraut er felld niður.

Miklar umferðartafir eru á þessu svæði á álagstímum og þá fara þungir vöruflutningar frá stórum fyrirtækjum þarna um. Umferðartafirnar hafa síður en svo batnað síðan framkvæmdir hófust.

Morgunblaðið ræðir við Guðmund í dag en steinsnar frá framkvæmdasvæðinu stendur fyrsta Bónusverslunin sem opnuð var í Skútuvogi.

„Okkur finnst þetta galið. Þetta er greinilega ákvörðun sem er tekin við skrifborð, alveg ótengd því hver raunveruleikinn er,“ segir Guðmundur og bætir við að þetta sé hryllingur.

„Nú þegar aðeins er ein akrein sem beygja má á til vinstri inn á Sæbraut tekur það orðið 4-6 umferðarljós að komast þarna í gegn. Ég gæti trúað því að biðtíminn sé orðinn tvöfalt lengri en áður var. Og var hann nú slæmur fyrir,“ segir Guðmundur við Morgunblaðið.

Heimild: Dv.is