Home Fréttir Í fréttum 30.10.2023 Vetrarþjónusta stofnanalóða í Reykjanesbæ 2023-2026

30.10.2023 Vetrarþjónusta stofnanalóða í Reykjanesbæ 2023-2026

118
0
Reykjanesbær

Umhverfis- og framkvæmdasvið Reykjanesbæjar óskar eftir tilboðum í verkið

<>

Vetrarþjónusta stofnanalóða í Reykjanesbæ 2023-2026

ÚTBOÐSYFIRLIT

  • Kynningarfundur Verður ekki haldinn
  • Fyrirspurnatíma lýkur október 2023
  • Svarfrestur rennur út október 2023
  • Skilafrestur tilboða 30. október 2023 kl 14:00
  • Opnunartími tilboða30 október kl. 14:05

Útboðið er rafrænt og því ekki um formlegan opnunarfund að ræða en bjóðendum verður send opnunarskýrsla þar sem fram koma bjóðendur, tilboðsupphæð þeirra í hvert þjónustusvæði og kostnaðaráætlun hvers svæðis.

Gerð er krafa um að bjóðandi og/eða helstu stjórnendur hafi víðtæka reynslu af vetrarþjónustu og hafi unnið sambærileg verkefni að umfangi á undanförnum 2 árum

Verkkaupi (Umhverfis- og framkvæmdarsvið Reykjanesbæjar) óskar eftir að semja við verktaka til til þriggja ára, með möguleika verkkaupa á framlengingu til tveggja ára, eitt ár í seinn, til að sjá um snjóhreinsun bílastæða innan stofnanalóða í Reykjanesbær.

Snjómoksturssvæðum er skipt í fimm útboðssvæði, þ.e. Svæði 1 – Norðan Aðalgötu, Svæði 2 – Sunnan Aðalgötu, Svæði 3 – Ytri Njarðvík, Svæði 4 – Ásbrú, og Svæði 5 – Innri Njarðvík.

Verktaka er heimilt að bjóða í eitt eða fleiri útboðssvæði. Sjá nánar tilboðsbók.

Um er að ræða snjóhreinsun í þrjár vetur þ.e veturna 2023-2024, 2024-2025 og 2025-2026. með möguleika á framlengingum um tvisvar sinnum eitt ár.

Bjóðendur skulu kinna sér vel vinnusvæði innan hvers hverfis en þau eru misjafnlega erfið í hreinsun.

Útboðsgögn eru tilbúin og fást með því að senda tölvupóst á netfangið innkaupastjori@reykjanesbaer.is. Vinsamlegast takið fram hvaða fyrirtæki óskar eftir útboðsgögnum, tengilið/umsjónaraðila með tilboðinu, tölvupóstfang og símanúmer tengiliðs.

Sjá frekar