Home Fréttir Í fréttum Mælingar á íbúðaverði valda áhyggjum

Mælingar á íbúðaverði valda áhyggjum

137
0
Íslandsbanki spáir því að verðbólgan haldist óbreytt milli mánaða og hefur áhyggjur af því að hækkandi fasteignaverð geti gert verðbólguna þrálátari en vonast var til. mbl.is/Sigurður Bogi

Grein­ing­ar­deild Íslands­banka spá­ir því að verðbólga muni hald­ast óbreytt í 8% í októ­ber og svo hald­ast á svipuðum slóðum næstu mánuði, en taka að hjaðna nokkuð hratt í byrj­un næsta árs. Grein­ing­ar­deild­in tel­ur þó ný­leg­ar töl­ur um þróun íbúðaverðs vera áhyggju­efni.

<>

Þetta er nokkuð ann­ar takt­ur en er í verðbólgu­spá hag­fræðideild­ar Lands­bank­ans sem spáði því í síðustu viku að verðbólga myndi lækka í 7,6% í októ­ber og hald­ast á þeim slóðum út árið. Þar var því þó einnig spáð að mik­il lækk­un myndi eiga sér stað strax eft­ir ára­mót.

Spá­ir bank­inn því að vísi­tala neyslu­verðs hækki um 0,7% í októ­ber frá fyrri mánuði, en það veld­ur því að ár­sverðbólg­an helst óbreytt.

Hækk­un íbúðaverðs helsta ástæðan

Í spá Íslands­banka seg­ir að hækk­un íbúðaverðs sé helsta ástæða þess að ár­sverðbólg­an muni ekki hjaðna í októ­ber. Þó er einnig tekið fram hækk­un eldsneyt­is. Er vísað til þess að vísi­tala íbúðaverðs, sem HMS reikn­ar fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, hafi hækkað síðustu tvo mánuði og um 1,4% í sept­em­ber. Það sé mesta hækk­un í ein­um mánuði frá því í fyrra­sum­ar að mars­mánuði und­an­skild­um.

„Í þess­um verðsveifl­um sem hafa ein­kennt markaðinn á síðustu miss­er­um hafa sér­býli sér­stak­lega verið að sveifl­ast til í verði sem má rekja til mjög fárra kaup­samn­inga á tíma­bil­inu. Nú hafa hins veg­ar fjöl­býl­in hækkað tvo mánuði í röð um sam­tals 2,3% sem gæti stafað af rýmri heim­ild­um hlut­deild­ar­lána sem tóku gildi í sum­ar,“ seg­ir í spánni.

Að hús­næðisliðinum und­an­skild­um hækk­ar liður­inn flug­far­gjöld mest í októ­ber­spá Íslands­banka, eða um 5,2%. Þá hækk­ar í spánni mat­ar- og drykkjar­verð um 0,3%.

Síðustu tvær mæl­ing­ar valda þó nokkr­um áhyggj­um

„Hæg­ari hækk­un íbúðaverðs en raun­in var und­an­far­in miss­eri er grunn­for­senda þess að verðbólga hjaðni hratt á næsta ári sam­kvæmt spá okk­ar. Ef íbúðaverð fer aft­ur á fleygi­ferð mun verðbólg­an ef til vill verða ansi þrálát.

Við ger­um þó ráð fyr­ir að háir vext­ir, aukið aðhald frá lánþega­skil­yrðum Seðlabank­ans og fjár­mála­fyr­ir­tækja og vax­andi fram­boð á markaði verði til þess að íbúðamarkaður­inn verði ró­leg­ur á næstu miss­er­um. Mæl­ing­ar á íbúðaverði síðustu tveggja mánaða valda okk­ur þó nokkr­um áhyggj­um,“ seg­ir í spá bank­ans.

Heimild: Mbl.is