Home Fréttir Í fréttum Samkeppni um byggingu stúdentagarða fyrir Félagsstofnun stúdenta á Akureyri

Samkeppni um byggingu stúdentagarða fyrir Félagsstofnun stúdenta á Akureyri

133
0
Mynd: Honnunarmidstod.is

Félagsstofnun stúdenta Akureyri (FÉSTA) í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til framkvæmdasamkeppni um hönnun á nýjum stúdentagörðum.

<>

Samkeppnissvæðið er innan háskólasvæðis Háskólans á Akureyri (HA), nánar tiltekið á austurjaðri þess og meðfram Dalsbraut. Samkeppnissvæðinu er skipt upp í tvær lóðir.

Uppbygging stúdentagarðanna er fyrirhuguð í tveimur áföngum, fyrri áfanginn yrði uppbygging á nyrðri lóðinni og seinni áfanginn yrði á syðri lóðinni. Áætlaður framkvæmdatími fyrri áfanga er vorið 2025, tilbúið til notkunar haustið 2026.

Meginmarkmið samkeppninnar er að fá tillögu sem gerir FÉSTA kleift að byggja bjartar og aðlaðandi íbúðir í góðu samræmi við húsnæðisþarfir nemenda HA. Áhersla er á vistvænt skipulag, vistvottaðar byggingar og blágrænar ofanvatnslausnir.

Byggingar skulu falla vel að landslagi og endurspegla góða byggingarlist. Horft er til að formun á innra og ytra rými sé sannfærandi og hvetji til samveru og auki á félagsfærni og vellíðan íbúa.

Miða skal við að allur frágangur bygginga og lóða sé vandaður og endingargóður. Lögð er áhersla á aðlaðandi umhverfi í samræmi við stefnu FÉSTA um uppbyggingu stúdentagarða.

Megináherslur dómnefndar

  • Að tillagan sé heildstæð og byggi á vandaðri og góðri byggingarlist.
  • Að gæði, notagildi og fyrirkomulag endurspegli framsækna hönnun.
  • Að ásýnd bygginganna og lóða falli vel að nánasta umhverfi.
  • Að aðgengis- og öryggismál séu vel leyst.
  • Að hönnun hvetji til félagslegrar virkni íbúa.
  • Að horft sé til umhverfisáhrifa bygginganna og vistvænnar hönnunar.
  • Að byggingarefni og lausnir uppfylli kröfur um hagkvæmni og góða endingu.

Verðlaunafé

  • 1. verðlaun eru kr. 5.000.000.-
  • 2. verðlaun eru kr. 3.000.000.-.
  • 3. verðlaun eru kr. 2.000.000.-

Dómnefnd

Tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands

Hildur Ýr Ottósdóttir, arkitekt EPF-FAÍ
Ingunn Lillendahl, arkitekt FAÍ

Tilnefndir af verkkaupa

Ágúst hafsteinss, arkitekt FAÍ
Hólmar Erlu Svansson, stjórnarmaður FÉSTA
Jóhannes Baldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÉSTA

Trúnaðarmaður

Gerður Jónsdóttir, frkv.stj. AÍ, trunadarmadur@ai.is

Lykil dagsetningar

  • 16. október 2023 – Keppnislýsing gefin út.
  • 26. október 2023 – Skoðunarferð og kynning á verkefninu. (Heimsókn verður einnig í boði á Teams og tekin upp á síma og ekki í fullkomnum gæðum).
  • 9. nóvember 2023 – Fyrirspurnatíma lýkur.
  • 13. nóvember 2023 – Fyrirspurnum svarað.
  • 25. janúar 2024 – Keppendur skila inn tillögum.
  • 22. febrúar 2024 – Niðurstaða dómnefndar liggur fyrir.

Heimild: Honnunarmidstod.is