Hrafnsgata er ný gata innan lóðar Landspítalans við Hringbraut.
Gatan liggur í austur/vestur meðfram norðurhlið nýja meðferðakjarnans og skilur hann að frá Barnaspítalanum, Kvennadeildinni og gamla húsi spítalans.
Heilmikil tengiganga mannvirki (þrjár hæðir að hluta) eru undir götunni og hefur Eykt nú lokið við að steypa þessa tengiganga meðfram allri hlið meðferðakjarnans.
Því má segja að Hrafnsgatan sé því farin að taka á sig mynd ofan á þaki tengiganganna.
Heimild: NLSH ohf.