Home Fréttir Í fréttum Mun tvöfalda Valshverfið

Mun tvöfalda Valshverfið

175
0
Hin nýja íbúðalóð yrði fyrir vestan völlinn. Fjær má sjá Tanngarð og Nýja Landspítalann. mbl.is/sisi

Rúm­lega 900 íbúðir munu rísa við Hlíðar­enda á næstu árum ef áform fjár­festa og skipu­lags­yf­ir­valda ná fram að ganga. Með því verða rúm­lega 1.600 íbúðir í hinu nýja hverfi og íbúa­fjöld­inn meiri en í Hvera­gerði.

<>

Upp­bygg­ing­in gæti skilað Knatt­spyrnu­fé­lag­inu Val millj­arða tekj­um. Meðal ann­ars hef­ur Val­ur óskað eft­ir leyfi til að fá að breyta hluta æf­inga­svæðis í lóð und­ir 245 íbúðir. Jafn­framt hef­ur fé­lagið Hlíðar­endi ses., sem er í tæp­lega 95% eigu Vals­manna hf., sótt um leyfi til að fjölga íbúðum á A-reit úr 67 í 175. Miðað við að lóðar­verð sé 12 millj­ón­ir á íbúð gæti sala bygg­ing­ar­rétt­ar á þess­um tveim­ur reit­um skilað yfir 5 millj­örðum króna.

Ef flug­völl­ur vík­ur
Bjarg hyggst reisa um 70 íbúðir á I-reit en hönn­un­in tek­ur mið af nýju skipu­lagi Vatns­mýr­ar. Gert er ráð fyr­ir að hægt verði að byggja við húsið, sam­kvæmt skipu­lagi rand­byggðar, ef Reykja­vík­ur­flug­völl­ur vík­ur.

Fjár­fest­ar hafa jafn­framt sýnt lóðum við Naut­hóls­veg áhuga en þær eru gegnt Vals­svæðinu.

Fyr­ir­tækið Skientia bauð 751 millj­ón króna í Naut­hóls­veg 79 í sum­ar sem leið. Það seldi síðan lóðina til bygg­inga­fé­lags­ins MótX. Fátítt er að svo verðmæt­ar lóðir skipti um hend­ur á svo skömm­um tíma. Þá hef­ur Morg­un­blaðið sagt frá til­boði fjár­festa í fast­eign­ir Flug­björg­un­ar­sveit­ar Reykja­vík­ur. Þar við hlið er bíla­leiga Hertz en nýr eig­andi henn­ar seg­ir ótíma­bært að ræða næstu skref.

Bíða vegna vaxta
Há­skól­inn í Reykja­vík hyggst byggja 148 íbúðir við Naut­hóls­veg 87 en skól­inn er með 253 íbúðir í aðliggj­andi hús­um. Full­trúi skól­ans seg­ir hátt vaxta­stig hægja á verk­efn­inu. Hug­mynd­ir voru um heilsu­gæslu við Hlíðar­enda en Skóg­ar­hlíð 18 varð fyr­ir val­inu.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is