Home Fréttir Í fréttum Lausnir 5G gætu umbylt byggingariðnaðinum

Lausnir 5G gætu umbylt byggingariðnaðinum

170
0
Ken Hu, formaður Huawei, vill leggja áherslu á að hámarka getu 5G-tækninnar. Ljósmynd: epa

Mikil spenna er innan byggingariðnaðarins fyrir 5G-lausnum sem eru annaðhvort í þróun eða nú þegar í notkun.

<>

Ken Hu, formaður Huawei, segir að á þeim fjórum árum síðan 5G fór fyrst í loftið hafi fjarskiptaiðnaðurinn náð að innleiða tæknina til annarra sviða innan atvinnulífsins sem áður fyrr reiddu sig ekki eins mikið á farnetskerfi á borð við 5G.

„Undanfarin fjögur ár höfum við náð að koma tækninni á nokkur lykilsvið innan iðnaðargeirans. Til að mynda höfum við lagt áherslu á fjarstýringu, myndbandsupptökur, vélsjón og staðsetningu. Með þessu getum við hámarkað getu 5G,“ segir Ken.

Alþjóðleg fjarskiptainnviðaráðstefna fer nú fram í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Blaðamaður Viðskiptablaðsins er staddur á ráðstefnunni en þar er verið er að kynna næstu kynslóð 5.5 (5.5G) farnetskerfi.

Það var kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei sem skipulagði ráðstefnuna í samvinnu við önnur alþjóðleg fyrirtæki.

Byggingariðnaður
Ken Hu bætir við að umrædd 5G-tækni hafi einnig komið sér fyrir í atvinnugreinum eins og námuvinnslu, höfnum og annarri framleiðslu.

Innan byggingariðnaðarins hefur til dæmis verið að myndast mikil spenna fyrir hugsanlegum lausnum sem eru annaðhvort í þróun eða nú þegar í notkun. Vonin er sú að 5G tæknin geti dregið úr kostnaði og bætt öryggi á vinnusvæði til muna.

Á ráðstefnunni hafa talsmenn Huawei meðal annars kynnt nýjungar eins og búnað sem notast við 5G tækni til að skynja áhættur á byggingarsvæði sem sjást ekki með berum augum áður en vinna hefst. 5G-vélar geta einnig tekið að sér verkefni sem eru talin fela í sér áhættu fyrir verkamenn á byggingarsvæði.

Með því að notast við 5G rauntímagagnasöfnun er einnig hægt að fylgjast betur með samskiptum verkamanna og vinnuveitanda. Gagnasöfnunartæki geta fylgst með starfsfólki sem lágmarkar eftirlit frá yfirmönnum en sömu tækin geta einnig nýst starfsmönnum sem vilja ekki láta svindla á sér eða viðskiptavinum sem vilja borga sanngjörn verð.

Heimild: Vb.is