Home Fréttir Í fréttum Snjórinn tefur framkvæmdir í Bláfjöllum

Snjórinn tefur framkvæmdir í Bláfjöllum

119
0
Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir að veðrið undanfarið hafi ekki hjálpað og að snjórinn nú tefji framkvæmdirnar eitthvað. Samsett mynd/Facebook/Skíðasvæðin Bláfjöll & Skálafell/mbl.is/Eggert

Fram­kvæmd­um við nýtt snjó­fram­leiðslu­kerfi í Bláfjöll­um mun ekki ljúka í lok þessa mánaðar eins og áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir.

<>

„Þessu mun seinka aðeins. Ég segi núna þrjár til fimm vik­ur þannig að um miðjan nóv­em­ber held ég að þetta verði til­búið,“ seg­ir Ein­ar Bjarna­son rekstr­ar­stjóri Bláfjalla í sam­tali við mbl.is.

Hreinsa þarf snjó upp úr skurðum
Seg­ir hann að veðrið und­an­farið hafi ekki hjálpað og að snjór­inn nú tefji fram­kvæmd­irn­ar eitt­hvað.

„Við eig­um eft­ir að loka ein­hverj­um skurðum og færa spennu­stöðina fyr­ir svæðið í nýtt hús. Við erum með opna skurði hér út um allt sem við þurf­um að byrja á að hreinsa snjó­inn upp úr til þess að geta haldið áfram.“

Er allt á kafi í snjó?

„Nei það er nú ekki allt á kafi en það er úr­koma á fullu og ég sé ekki mikið upp í fjall en meiri­hlut­inn virðist vera orðinn hvít­ur. Maður veit svo ekki hversu langt það nær. Það er að minnsta kosti ófært um svæðið á bíl út af sköfl­um í augna­blik­inu,“ seg­ir Ein­ar.

Heimild: Mbl.is