
Á fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar þann 13. september var ákveðið að leita í hugmyndabrunn íbúa og annarra áhugasamra að nafni fyrir nýjan leikskóla að Byggðavegi í Sandgerði í Suðurnesjabæ.
Leikskólinn er byggður samkvæmt teikningum JeEs arkitekta og hófst hönnun hans árið 2019. Skólinn verður fullbyggður sex deilda. Byggingarframkvæmdir eru í fullum gangi og er áætlað að skólinn opni í mars á næsta ári ef allt gengur að óskum.
Suðurnesjabær hefur samið við Skóla ehf. um reksturinn sem starfar í anda Heilsustefnunnar sem kjarnast um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins.
Í sveitarfélaginu eru í dag tveir leikskólar Gefnarborg og Sólborg.
Hugmyndir að nafni á nýja leikskólann óskast sendar á „Betri Suðurnesjabær“ inni á vef Suðurnesjabæjar í síðasta lagi 27. október 2023.
Heimild: Vf.is