Home Fréttir Í fréttum Íbúðarhús í stað bensínstöðvar á Egilsgötu

Íbúðarhús í stað bensínstöðvar á Egilsgötu

195
0
Teikning: Tendra arkitektúr

Umhverfis- og skipulagsráð hefur samþykkt tillögu í auglýsingu vegna Egilsgötu 5 um breytingu á deiliskipulagi frá 2003 á svokölluðum Heilsuverndarreit.

<>

Tillagan felur í sér að í stað eldsneytisstöðvar rísi nýtt 3-5 hæða hús með verslun og þjónustu á götuhæð og allt að 48 íbúðum á efri hæðum sem verða þá á 2-5 hæð.

Hér er um að ræða fyrsta reitinn, af fjölmörgum öðrum bensínstöðvarlóðum í Reykjavík, sem byggður verður upp á nýjan hátt.

Það er Klasi ehf sem sækir um þessa deiliskipulagsbreytingu en Tendra arkitektúr hannaði tilögurnar og gerði teikningar og skýringarmyndir.

Teikning: Tendra arkitektúr

Nefna má að Snorrabraut er skilgreind sem stofn- og tengibraut í aðalskipulagi og að það eigi að gera hana að samfelldri og blandaðri byggð. Á reitnum verður lögð áhersla á góð birtuskilyrði í íbúðum og á dvalarsvæðum.

Tillagan samræmist markmiðum Reykjavíkurborgar um fækkun eldsneytisstöðva innan þéttbýlis borgarinnar. Íbúðum miðsvæðis fjölgar og tillagan styrkir götumynd Snorrabrautar. Hér er um áberandi horn að ræða og verður lagður metnaður í ásýnd og útfærslu.

Reiturinn eins og hann er núna.

Reiturinn er í landhalla við Snorrabraut og Egilsgötu og gefur góða möguleika á bílageymslu í kjallara og undir garðinum. Hámarksfjöldi bílastæða á lóð er 38. Tvö hjólastæði eru að lágmarki á íbúð og þrjú hjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónusturými.

Tillagan verður nú send í borgarráð.

Heimild: Reykjavik.is