Home Fréttir Í fréttum 56% innflytjenda segjast hafa orðið fyrir brotum

56% innflytjenda segjast hafa orðið fyrir brotum

58
0
Um 45% þeirra sem starfa í byggingargeiranum segjast hafa orðið fyrir vinnumarkaðsbrotum í fyrra. Aðeins í ræstingum, mötuneytum og veitingahúsum er hlutfallið hærra, eða rúmlega helmingur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meira en helm­ing­ur inn­flytj­enda, eða 56%, tel­ur sig hafa orðið fyr­ir vinnu­markaðsbrot­um á síðasta ári, en það er mun hærri tala en hjá inn­fædd­um þar sem hlut­fallið er 29%. Á sama tíma eru inn­flytj­end­ur um fimm­tug­ur þess fjölda sem er á vinnu­markaði, en um helm­ing­ur af launakröf­um sem stétt­ar­fé­lög gera er fyr­ir hönd fé­lags­fólks af er­lend­um upp­runa. Þetta er meðal niðurstaðna sem koma fram í nýrri skýrslu ASÍ um vinnu­markað og brot­a­starf­semi.

<>

Ald­ur og húðlit­ur hef­ur mik­il áhrif

Könn­un sem var unn­in í tengsl­um við gerð skýrsl­unn­ar leiðir einnig í ljós að ungt fólk seg­ist í mun meiri mæli hafa orðið fyr­ir vinnu­markaðsbrot­um en þeir sem eldri eru. Nem­ur hlut­fallið allt að 70% hjá yngsta hópn­um, en lækk­ar svo eft­ir því sem ald­ur hækk­ar. Þá

Jafn­framt kem­ur fram í niður­stöðum könn­un­ar­inn­ar að mun hærra hlut­fall launa­fólks með ann­an húðlit en hvít­an hafi orðið fyr­ir vinnu­markaðsbrot­um en þeir sem eru með hvít­an húðlit. Þannig telja 60% þeirra sem eru með ann­an húðlit en hvít­an sig hafa orðið fyr­ir vinnu­markaðsbrot­um á síðasta ári sam­an­borið við 36% þeirra sem eru með hvít­an húðlit.

Tví­skipt­ur vinnu­markaður

Í ávarpi Finn­björns A. Her­manns­son­ar, for­seta ASÍ, í upp­hafi skýrsl­unn­ar seg­ir hann skýrsl­una leiða í ljós tví­skipt­ingu vinnu­markaðar á Íslandi og að sú staða kalli á viðbrögð. Hún varpi ljósi á þau snöggu um­skipti sem hafi orðið hér á landi á vinnu­markaði með fjölg­un er­lendra launa­manna.

Seg­ir Finn­björn að er­lent launa­fólk sé hingað komið til að upp­fylla þörf at­vinnu­lífs­ins fyr­ir vinnu­afl og að hag­kerfið geti ekki án þeirra verið. Það eigi sér­stak­lega við um ferðaþjón­ustu og bygg­ing­ariðnað og ýms­ar af­leidd­ar grein­ar, en í þeim grein­um segj­ast ein­mitt flest­ir hafa orðið fyr­ir vinnu­markaðsbrot­um á síðasta ári.

Bein­ir hann líka sjón­um sín­um að unga fólk­inu og seg­ir ástæða til að staldra við niður­stöður skýrsl­unn­ar sem bendi til að mun hærra hlut­fall ungs fólks telji á sér brotið en þeir sem eldri eru.

Finn­björn A. Her­manns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hæsta hlut­fall brota í ræst­ing­um, mötu­neyt­um og veit­inga­hús­um

Hæsta hlut­fall vinnu­markaðsbrota áttu sér stað gegn starfs­fólki í ræst­ing­um, mötu­neyt­um og veit­inga­hús­um, sam­kvæmt könn­un­inni, en þar taldi rúm­lega helm­ing­ur svar­anda sig hafa orðið fyr­ir vinnu­markaðsbrot­um á síðasta ári.

Næst þar á eft­ir komu starfs­flokk­arn­ir bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð ann­ars veg­ar og ferðaþjón­usta og farþega­flutn­ing­ar hins veg­ar þar sem 45% aðspurðra sögðust hafa orðið fyr­ir vinnu­markaðsbrot­um í fyrra.

Sam­tals gerðu þau átta fé­lög ASÍ sem tóku þátt í vinnu skýrsl­unn­ar 342 launakröf­ur á síðasta ári fyr­ir hönd fé­lags­manna sinna. Var heild­ar­upp­hæð krafna sam­tals 250 millj­ón­ir, en miðgildi kröf­u­upp­hæðinn­ar nam um 366 þúsund krón­um. Þá voru einnig gerðar 84 kröf­ur vegna gjaldþrota sem námu sam­tals 156 millj­ón­um.

Fjöldi er­lendra rík­is­borg­ar­ar hér á landi hef­ur auk­ist mikið hér á landi að und­an­förnu. Eins og skýrsla ASÍ ber með sér er sá hóp­ur út­setn­ari en aðrir fyr­ir vinnu­markaðsbrot­um.

Mun lík­legra að gera þurfi launakröf­ur fyr­ir er­lenda starfs­menn

Sem fyrr seg­ir var rúm­lega helm­ing­ur krafn­anna, eða 58%, fyr­ir hönd fé­lags­manna af er­lend­um upp­runa. Nam hlut­fall krafna þeirra um 56% af heild­ar­upp­hæð krafn­anna. Hlut­fall launa­fólks af er­lend­um upp­runa er þó aðeins um 20% og því ljóst að launa­fólk af er­lend­um upp­runa er mun lík­legra en inn­fædd­ir að þurfa að gera kröfu á launa­greiðanda vegna meintra vinnu­markaðsbrota.

Rétt er að taka fram að í töl­um um launakröf­ur er ekki átt við ábend­ing­ar sem stétt­ar­fé­lög senda fyr­ir hönd fé­lags­manna til fyr­ir­tækja, held­ur þegar slík­um ábend­ing­um er ekki tekið og stétt­ar­fé­lagið send­ir form­lega kröfu og rukk­un á at­vinnu­rek­and­ann.

Skýrsl­an bygg­ir ann­ars veg­ar á gögn­um frá aðild­ar­fé­lög­um ASÍ um launakröf­ur, en upp­lýs­ing­ar bár­ust frá átta fé­lög­um sem er með um 65% af fé­lags­fólki ASÍ og dreifðist um allt land. Hins veg­ar bygg­ir hún á könn­un og sér­grein­ingu frá Vörðu – rann­sókn­ar­stofu vinnu­markaðar­ins.

Heimild: Mbl.is