Home Fréttir Í fréttum Íbúðarhús loksins byggð á Þórshöfn

Íbúðarhús loksins byggð á Þórshöfn

71
0
Dawid Potrykus við grunn nýbyggingar sinnar við Langanesveg þar sem víðsýnt er yfir Þistilfjörð. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Bygg­ing íbúðar­húsa á Þórs­höfn heyr­ir til tíðinda en íbúðar­hús­næði var síðast byggt fyr­ir rúm­um tíu árum á veg­um fyr­ir­tæk­is. Lengra er þó síðan ein­stak­ling­ur byggði sér hús eða rúm þrjá­tíu ár.

<>

Tvö ein­býl­is­hús eru nú í smíðum og er þar að verki fyr­ir­tækið Dawid smiður ehf. en eig­and­inn, Dawid Potryk­us, hef­ur búið á Þórs­höfn í fimmtán ár og á hér stóra fjöl­skyldu.

Hús­in tvö eru 80 og 120 fer­metr­ar að stærð, bíl­skúr er sam­byggður stærra hús­inu en minna húsið er án bíl­skúrs. Dawid not­ar ein­ing­ar frá Po­lyn­orth á Ak­ur­eyri í sökkul­inn og seg­ir það þægi­leg­an bygg­ing­ar­máta.

„Þetta er eins og legókubba­ein­ing­ar, gott að vinna með efnið sem einnig er vel ein­angr­andi“. Hann ásamt sín­um mönn­um hér heima hef­ur unnið við bygg­ing­arn­ar.

Hús­in sjálf eru úr timbri og Dawid flyt­ur þau sjálf­ur inn frá Póllandi. Hann reikn­ar með að stærra húsið verði til­búið í des­em­ber og hitt fljót­lega eft­ir ára­mót ef veðrið er hag­stætt.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út laug­ar­dag­inn 7. októ­ber.

Heimild: Mbl.is