Fyrsta skóflustungan að 10.000 m2 verslunarhúsnæði við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ var tekin í gær þar sem BYKO og Krónan munu opna nýjar verslanir um mitt ár 2025.
Þau Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Guðrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar, Sigurður B. Pálsson forstjóri BYKO og Guðmundur H. Jónsson stjórnarformaður Smáragarðs tóku í sameiningu fyrstu skóflustunguna að byggingunni að viðstöddum fulltrúum Reykjanesbæjar og þeirra fyrirtækja sem að framkvæmdinni koma. JeES arkitektar eru arkitektar af húsnæðinu
Heimild: Facebooksíða BYKO og JeES arkitektar