Home Fréttir Í fréttum Selja Heimsta­den á Ís­landi fyrir rúma 30 milljarða

Selja Heimsta­den á Ís­landi fyrir rúma 30 milljarða

111
0
Egill Lúðvíksson tók við sem framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi á árinu. Ljósmynd: Aðsend mynd

Forstjóri Heimstaden AB fagnar því að verið sé að flýta fyrir brottför af íslenska markaðnum en virði eignasafnsins á Íslandi er 75 milljarðar.

<>

Stjórn sænska fast­eigna­fé­lagsins Heimsta­den AB sam­þykkti í dag að selja Heimsta­den ehf., áður Heima­vellir, til Fredens­borg AS.

Heimsta­den AB keypti allt hluta­fé í Heimsta­den ehf. af Fredens­borg ICE ehf. á 24,9 milljarða króna árið 2021 en kaup­verðið í dag er hátt í 30 milljarðar.

Heimsta­den AB á­ætlar að fjár­festingin afi skilað þeim um 18% ár­legri á­vöxtun í heildina.

Fredens­borg AS er stærsti hlut­hafi Heimsta­den AB en sam­kvæmt til­kynningu er reiknað með því að kaupin verði kláruð fyrir lok mánaðar.

Í til­kynningu fé­lagsins til sænsku kaup­hallarinnar segir að Heimsta­den ehf. sé stærsta fast­eigna­fé­lag í­búðar­hús­næðis á Ís­landi með 1.625 í­búðir, aðal­lega á höfuð­borgar­svæðinu.

Virði fast­eigna­safnsins var um 75,4 milljarðar króna í lok júní síðast­liðnum.

„Sala á eigna­safni Heimsta­den á Ís­landi býður upp á tæki­færi til að flýta fyrir brott­flutningi okkar af ís­lenska markaðnum,“ segir Hel­ge Krogsbøl for­stjóri Heimsta­den AB í Kaup­hallar­til­kynningu.

Sam­kvæmt til­kynningu þarf fé­lagið að greiða 18,7 milljarða króna við undir­ritun kaup­samnings en mun síðar þurfa greiða um 10,9 til 12,1 milljarða auka­lega.

Heimild: Vb.is