Home Fréttir Í fréttum Hafa áhyggjur af nærumhverfinu

Hafa áhyggjur af nærumhverfinu

107
0
Kort/mbl.is

„Í Lang­holts­skóla höfðu fund­ar­gest­ir mest­ar áhyggj­ur af nærum­hverfi sínu, um­ferðar­há­vaða og að mann­virki í tengsl­um við Sunda­braut­ina muni verða lýti í um­hverf­inu,“ seg­ir Helga Jóna Jón­as­dótt­ir verk­efna­stjóri Sunda­braut­ar. Íbúa­fund­ur fór þar fram á miðviku­dags­kvöld en þar kynnti Vega­gerðin fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir við Sunda­braut.

<>

Helga seg­ir að íbú­ar vilji líka vita hvort um­ferðarþungi muni aukast við fram­kvæmd­ina. Hún seg­ir að á Kjal­ar­nesi hafi fólk haft meiri áhyggj­ur af greiðfærni og hvort það yrði þægi­legt að fara á milli staða.

Þar var líka áhugi fyr­ir jarðgöng­um í stað veg­fyll­inga og brúa við þver­an­ir norðan Klepps­vík­ur, sem Helga seg­ir að sé flókið hönn­un­ar­lega séð. „Það má ekki vera of mik­ill lang­halli sem er ástæðan fyr­ir að við höf­um yf­ir­leitt ekki verið að skoða það með styttri þver­an­ir.“ Hún tel­ur að í Grafar­vogi horfi íbú­ar í hljóðvist, ásýnd, áhrif á úti­vist­ar­svæði og um­ferðarþunga.

Fjórði fund­ur­inn fer fram kl. 9 í dag í húsa­kynn­um Vega­gerðar­inn­ar í Suður­hrauni 3 í Garðabæ og verður hon­um streymt beint á face­book-síðu Vega­gerðar­inn­ar.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is