Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurmótun 15,8 km Kaldadalsvegar frá núverandi klæðningarenda að vegamótum Uxahryggjavegar, ásamt útlögn klæðingar.
Helstu magntölur eru:
- Ræsi 86 m
- Neðra burðarlag 12.545 m3
- Efra burðarlag 14.920 m3
- Tvöföld klæðing 102.740 m2
- Grjótvörn 1.185 m3
- Frágangur fláa 41.475 m2
Verkinu skal að lokið með tvöfaldri klæðingu eigi síðar en 1. september 2016 og að fullu 1. október 2016.
Útboðsgögn verða seld á minnislykli hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 8. mars 2016. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 22. mars 2016 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.