Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflu­stung­an tek­in að nýj­um bú­setukjarna fyr­ir fatl­að fólk

Fyrsta skóflu­stung­an tek­in að nýj­um bú­setukjarna fyr­ir fatl­að fólk

153
0
Á mynd­inni eru: Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, Unn­ur Helga Ótt­ars­dótt­ir, formað­ur Þroska­hjálp­ar, Halla Kar­en Kristjáns­dótt­ir, formað­ur bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar, og til­von­andi íbú­arn­ir Guð­laug­ur Hlyn­ur Búa­son, Katrín Ró­berts­dótt­ir, Sturla Sig­urðs­son og Sandra Björt Pét­urs­dótt­ir ásamt að­stand­end­um. Mynda­taka: Thule Photo

Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, Halla Kar­en Kristjáns­dótt­ir formað­ur bæj­ar­ráðs og Unn­ur Helga Ótt­ars­dótt­ir, formað­ur Þroska­hjálp­ar, ásamt þeim Sturlu Sig­urðs­syni, Guð­laugi Hlyni Búa­syni, Söndru Björt Pét­urs­dótt­ur og Katrínu Ró­berts­dótt­ur, vænt­an­leg­um íbú­um, tóku í vikunni fyrstu skóflu­stung­una að nýj­um sér­hönn­uð­um bú­setukjarna fyr­ir fimm fatl­aða íbúa Mos­fells­bæj­ar.

<>

Kjarn­inn er sam­vinnu­verk­efni Mos­fells­bæj­ar, sem mun sjá um rekst­ur hans, og Lands­sam­tak­anna Þroska­hjálp­ar, sem mun byggja íbúða­kjarn­ann.

Um er að ræða bygg­ingu upp á tæpa 400m2 þar sem hver íbúð er rétt tæp­ir 70m2 og verða þær sér­hann­að­ar með þarf­ir ein­stak­ling­anna í huga. Gert er ráð fyr­ir að bygg­ing­in verði til­bú­in fyr­ir árs­lok 2024 og gætu þá fyrstu íbú­ar flutt inn fyr­ir jól.

„Lands­sam­tök­in Þroska­hjálp fagna í dag, enda til­efni til, á þess­um fal­lega degi og þakka Mos­fells­bæ fyr­ir mjög gott sam­starf sem verði von­andi öðr­um sveit­ar­fé­lög­um gott for­dæmi.

Það er okk­ar ein­læga von að kom­andi íbú­um muni líða vel hér og njóti þess að eign­ast brátt heim­ili.“ Sagði Unn­ur Helga Ótt­ars­dótt­ir, formað­ur Lands­sam­tak­anna Þroska­hjálp­ar við þetta til­efni.

Í sama streng tók Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar og sagði: „Það er sér­stak­lega ánægju­legt að eiga í þessu sam­starfi við Þorska­hjálp sem eru með góða reynslu af sam­bæri­leg­um verk­efn­um og hjart­að á rétt­um stað. Það sem ger­ir þetta enn ánægju­legra er að finna já­kvæðn­ina hjá vænt­an­leg­um íbú­um og að­stand­end­um sem taka þátt í þess­ari skóflu­stungu með okk­ur í dag.“

Heimild: Mos.is