Home Fréttir Í fréttum Skólamatur opnar fullkomið og sérhæft húsnæði í Reykjanesbæ

Skólamatur opnar fullkomið og sérhæft húsnæði í Reykjanesbæ

77
0
Mynd: VF.is

Skólamatur fagnaði í síðustu viku að búið er að byggja 1.500 fermetra fullkomið og sérhæft húsnæði við Iðavelli í Keflavík fyrir starfsemi fyrirtækisins. Þar af er nýbygging upp á samtals 830 fermetra.

<>

Húsnæðið hentar til að þjónusta mötuneyti leik- og grunnskóla þannig að hægt sé að senda mat frá eldhúsinu í Reykjanesbæ sem er tilbúinn til eldunar í skólum sem eru í viðskiptum við Skólamat.

Alls þjónustar Skólamatur 85 leik- og grunnskóla á suðvesturhorni landsins. Hjá Skólamat starfa 170 manns.

Heimild: VF.is