Home Fréttir Í fréttum Húsakostur á Litla-Hrauni verri en talið var

Húsakostur á Litla-Hrauni verri en talið var

47
0
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á Litla-Hrauni í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra seg­ir að þegar vinna við end­ur­bæt­ur á Litla-Hrauni hófst hafi komið í ljós að húsa­kost­ur væri í slæmu ásig­komu­lagi og að það svaraði ekki kostnaði að leggja mikið fé í end­ur­bæt­urn­ar. Því hafi verið ákveðið að byggja nýtt fang­elsi að Litla-Hrauni eins og ráðherra greindi frá í dag.

<>

„Það hef­ur legið fyr­ir í mjög lang­an tíma að það þyrfti að fara í mjög mikl­ar end­ur­bæt­ur hér á Litla-Hrauni. Það var búið að gera ráð fyr­ir 2 millj­örðum króna í end­ur­bæt­ur hér á húsa­kosti. Þegar fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins fór svo í þá vinnu kom í ljós að húsa­kost­ur hér er í slæmu ásig­komu­lagi og það svar­ar ekki kostnaði að fara leggja mikið fé í hann,“ seg­ir Guðrún.

Hún bæt­ir við að aldrei hafi verið byggt heild­rænt utan um þá starf­semi sem fram fer á Litla-Hrauni með það í huga að þetta sé stærsta fang­elsi á Íslandi.

Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri og Guðrún kynntu áformin í gámi á Litla-Hrauni í morg­un. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Byggt til framtíðar
„Núna erum við að hefja þá upp­bygg­ingu að byggja hér til framtíðar. Horfa á þessi mál heild­rænt og það eru auðvitað ákaf­lega spenn­andi tím­ar að geta byggt upp hér á Litla-Hrauni með til­liti til þess hvern og við vilj­um haga fang­els­is­mál­um til framtíðar með til­liti til ör­ygg­is fanga og ör­ygg­is starfs­fólks,“ seg­ir Guðrún.

Hún seg­ir skrefið gríðarlega stórt og bend­ir á að fang­elsið á Hólms­heiði sé eina húsið á Íslandi sem byggt var til þess að vera fang­elsi.

Guðrún seg­ir að fram­kvæmd­ir séu í raun hafn­ar og sjá má það greini­lega þegar komið er á Litla-Hraun, en blaðamanna­fund­ur fór fram í gámi á svæðinu. Fleiri gám­ar eru komn­ir og hýsa þeir nú stoðþjón­ustu við fang­elsið.

Stoðþjón­ust­an er til dæm­is heil­brigðis- og sál­fræðiþjón­usta. Guðrún seg­ir að ef mæta ætti nú­tíma kröf­um þyrfti að byggja mikið við Litla-Hraun og sem fyrr seg­ir, myndi það ekki svara kostnaði. „Við ætl­um ekki að fara klastra upp ein­hverri gáma­byggð til að sinna þess­ari mik­il­vægu vinnu hér á Litla-Hrauni,“ seg­ir Guðrún.

Full starf­semi út fram­kvæmda­tím­ann
Líkt og fram kom í viðtali við Pál Win­kel fang­els­is­mála­stjóra fyrr í dag verður nýja fang­elsið byggt að er­lendri fyr­ir­mynd. Guðrún seg­ir það rétt en viður­kenn­ir þó að hingað til hafi hún ekki skoðað fang­elsi á er­lendri grundu en hún tók við embætti ráðherra fyr­ir þrem­ur mánuðum.

Þó hef­ur hún skoðað öll fang­elsi á Íslandi að und­an­skyldu fang­els­inu við Kvía­bryggju. Það sé henn­ar mat að það þurfi að byggja nýtt fang­elsi sem fyrst.

„Það þarf að ger­ast hratt og það þarf að ger­ast ör­ugg­lega,“ seg­ir Guðrún.

Hún seg­ir á að það sé henn­ar aðaláhersla að full starf­semi verði á Litla-Hrauni út bygg­inga­tím­ann en ljóst sé að það verði krefj­andi.

 

Litla-Hraun er barn síns tíma að mati fang­els­is­mála­stjóra. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hliðra til öðrum fram­kvæmd­um
Fyr­ir­hugaður kostnaður við fram­kvæmd­irn­ar eru sjö millj­arðar króna.

Hvernig gekk að tryggja fjár­magn til fram­kvæmd­anna?

„Það voru 2,3 millj­arðar þegar tryggðir til end­ur­bóta og verða þeir nýtt­ir til að teikna og hanna nýtt fang­elsi. Einnig til að flytja hluta starf­sem­inn­ar í gáma á meðan fram­kvæmda­tíma stend­ur,“ seg­ir Guðrún.

Hún seg­ir að fyr­ir liggi að hliðra þurfi til öðrum fram­kvæmd­um og ger­ir ráð fyr­ir að fram­kvæmd­irn­ar muni rúm­ast inn­an fjár­mála­áætl­un­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

„Það er þó ljóst að í næstu fjár­mála­áætl­un þurf­um við hina 5 millj­arðana,“ seg­ir Guðrún.

Spurð út í fjölg­un rýma á Sogni seg­ir Guðrún stefnu sína að fjölga opn­um fang­els­is­rým­um. Töl­urn­ar sýni að end­ur­koma fanga sé minni hjá þeim sem eru í opn­um fang­els­um, sam­an­borið við end­ur­kom­ur fanga í lokuðum fang­els­um

Guðrún bæt­ir við að það sé einnig stefna henn­ar að bæta aðstöðu kvenna í fang­els­um lands­ins og tryggja að kon­ur hafi sömu tæki­færi í kerf­inu og karl­ar.

„Það er líka mjög mik­il­vægt að skoða fulln­ustu­kerfið okk­ar og aukið vist­unar­úr­ræði þeirra sem lenda í refsi­vörslu­kerf­inu,“ seg­ir Guðrún.

Heimild: Mbl.is