Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflu­stungan að nýju hverfi á Akur­eyri

Fyrsta skóflu­stungan að nýju hverfi á Akur­eyri

89
0
Fulltrúarnir þrír tóku allir fyrstu skóflustunguna. Frá vinstri: Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs, Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Andri Teitsson, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs. RAGNAR HÓLM

Fyrsta skóflustungan að Móahverfi á Akureyri var tekin í morgun. Hverfið rís norðvestanmegin í bænum en gert er ráð fyrir um 1.100 íbúðum þar.

<>

Fyrstu skóflustungurnar voru í raun þrjár og voru teknar af Höllu Björk Reynisdóttur, forseta bæjarstjórnar, Heimi Erni Árnasyni, formanni bæjarráðs, og Andra Teitssyni, formanni umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Gert er ráð fyrir 1.100 íbúðum í hverfinu sem hýsa allt að 2.400 manns. Strax í dag hefjast framkvæmdir við gatnagerð og lagnavinnu.

Áætlað er að fyrsta verkhluta ljúki fyrir maí á næsta ári og síðasta verkhlutanum vorið 2025.

Heimild: Visir.is