Home Fréttir Í fréttum Breytingar á húsnæðismálum dómstóla

Breytingar á húsnæðismálum dómstóla

54
0
„Við ætlum að nýta haustmánuðina til að skoða þessar breytingar.“ Samsett mynd

Kanna á fýsi­leika þess að flytja Hæsta­rétt yfir í Safna­húsið við Hverf­is­götu og Lands­rétt, sem nú er í bráðabirgðahús­næði á Kárs­nesi í Kópa­vogi, yfir í Hæsta­rétt­ar­hús­næðið, og veita Lista­safni Íslands sýn­ing­ar­rými í gamla Lands­banka­hús­inu.

<>

„Við ætl­um að nýta haust­mánuðina til að skoða þess­ar breyt­ing­ar. Hvort að þær borgi sig og hvort að þær henti þess­um stofn­un­um,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi. Þar voru hús­næðismál op­in­berra stofn­ana m.a. til umræðu.

Þá á að skoða hús­næðismál héraðsdóm­stól­anna, Reykja­ness og Reykja­vík­ur. „Gamli Sjó­manna­skól­inn hef­ur verið nefnd­ur í því sam­bandi en eins og ég segi þá hef­ur ekk­ert verið ákveðið með þetta en það er verið að kanna hvort að það sé mögu­leiki,“ seg­ir Katrín.

Heimild: Mbl.is