Eldsupptök í brunanum í Urðarhvarfi í Kópavogi á mánudag má rekja til rafmagnstækis segir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi. Eldur kviknaði í lagerhúsnæði útivistarfyrirtækisins ZoOn.
Halldór Örn Jónsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins skoðaði verksummerki í gærkvöldi og segir ljóst að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna króna. Óljóst hvort nokkru verður bjargað af fötunum sem voru á lagernum. Það sem ekki brann er líklega ónýtt vegna reyks.
ZoOn hafði húsnæðið á leigu en fatnaðurinn var tryggður.
Heimild: Ruv.is