Ný vegrið verða sett upp á tveimur brúm á Reykjanesbraut, annars vegar á brú við Kauptún og hins vegar á brú við Vífilsstaðaveg. Tilgangurinn með þessum framkvæmdum er að auka öryggi gangandi vegfarenda, en sífellt fleiri nýta sér þessar býr til að komast leiðar sinnar.

Um er að ræða uppsetningu á nýjum brúarvegriðum og tengivegriðum í öðrum kanti brúa við gönguleiðir, ásamt endafrágangi. Heildarlengd nýrra brúarvegriða er um 270 m og heildarlengd nýs bitavegriðs utan við brú við Kauptún er um 18 m.

Framkvæmdir hefjast á næstu dögum og áætluð verklok eru í janúar 2024.
Heimild: Vegagerdin.is