Home Fréttir Í fréttum Norræna húsið getur orðið eign ríkisins

Norræna húsið getur orðið eign ríkisins

57
0

Heim­ild er nú kom­in fyr­ir því að færa eign­ar­hald á Nor­ræna hús­inu við Sæ­mund­ar­götu yfir til rík­is­ins. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýju fjár­laga­frum­varpi fyr­ir næsta ár sem fjár­málaráðherra kynnti í dag.

<>

Í fjár­laga­frum­varp­inu má finna heim­ild­ir til að kaupa og leigja fast­eign­ir á veg­um rík­is­ins. Flest­ar eru heim­ild­irn­ar óbreytt­ar frá fyrra ári en bæst hef­ur við fyrr­nefnd heim­ild.

Heild­ar­um­fang vegna leigu gæti numið 16 millj­örðum

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu er miðað við að eign­inni verði komið fyr­ir í um­sýslu hjá Fram­kvæmda­sýslu – Rík­is­eign­um sem muni tryggja að viðhaldi verði sinnt og áfram­hald­andi starf­semi geti verið á eign­inni á veg­um Nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar á grund­velli eðli­legra leigu­greiðslna.

Áætlað heild­ar­um­fang vegna kaupa á fast­eign­um á næsta ári gæti verið um 250 millj­ón­ir króna. Þá er áætlað að heild­ar­um­fang vegna leigu á fast­eign­um und­ir starf­semi rík­is­ins gæti verið um 16 millj­arðar króna sem miðast við nú­virta samn­ings­skuld­bind­ingu til 25 ára.

Af áætlaðri heild­ar­skuld­bind­ingu vegna leigu er miðað við að allt að 8 millj­arðar króna gætu raun­gerst á ár­inu 2024.

Hemild: Mbl.is