Home Fréttir Í fréttum Næsti áfangi Vestfjarðavegar boðinn út

Næsti áfangi Vestfjarðavegar boðinn út

99
0
Ljósmynd/Vegagerðin

Vega­gerðin hef­ur boðið út næsta áfanga Vest­fjarðaveg­ar um Gufu­dals­sveit ásamt und­ir­bún­ingi fyr­ir brú­ar­smíði yfir Gufu­fjörð og Djúpa­fjörð.

<>

Í því felst ný­bygg­ing Vest­fjarðaveg­ar á um 3,6 km kafla og bygg­ing um 119 m langr­ar bráðabirgðabrú­ar yfir Gufu­fjörð. Útboðið er aug­lýst á Evr­ópska efna­hags­svæðinu. Þetta kem­ur fram á vef Vega­gerðar­inn­ar.

Verkið er einn áfangi af mörg­um í upp­bygg­ingu Vest­fjarðaveg­ar um Gufu­dals­sveit, milli Skála­ness og Bjarkar­lund­ar, en fram­kvæmd­ir hafa staðið yfir síðustu ár. Einn áfang­anna er vega­gerð um Teigs­skóg og er vinna við hann langt kom­inn. Þar hef­ur und­an­farið verið unnið að því að leggja bundið slitlag en stefnt er að því að opna veg­inn fyr­ir um­ferð í lok októ­ber­mánaðar. Þar með verður hægt að leggja af fjall­veg­inn um Hjalla­háls sem er í 336 metra hæð.

Einnig er nú unnið að því að leggja bundið slitlag á nýj­an veg, um sex kíló­metra leið milli Hall­steins­nes og Djúpa­dals um aust­an­verðan Djúpa­fjörð. Sá veg­ur mun tíma­bundið gegna hlut­verki Vest­fjarðaveg­ar eða þangað til hægt verður að ljúka síðustu áföng­un­um  sem fel­ast í þver­un Gufu­fjarðar og Djúpa­fjarðar.

Fyrsta skrefið í því var útboð sem var aug­lýst föstu­dag­inn 8. sept­em­ber. Þá voru boðnar út fyll­ing­ar yfir firðina tvo, gerð vinnupl­ana og bygg­ing 119 metra langr­ar bráðabirgðabrú­ar yfir hluta Gufu­fjarðar. Þess­ar fram­kvæmd­ir eru nauðsyn­leg­ur und­ir­bún­ing­ur fyr­ir næsta útboð sem verður bygg­ing brúa yfir þessa tvo firði. Vinnu við verkið skal ljúka í lok sept­em­ber árið 2025.

Ekki hef­ur verið staðfest hvenær næsti áfangi verður boðinn út en í drög­um að sam­göngu­áætlun er miðað við að bygg­ingu brú­anna verði lokið árið 2027. Þangað til þurfa veg­far­end­ur að aka um Ódrjúgs­háls.

Þver­un Þorska­fjarðar hluti af upp­bygg­ingu Vest­fjarðaveg­ar

Fram­kvæmd­ir við þver­un Þorska­fjarðar eru einnig hluti af upp­bygg­ingu Vest­fjarðaveg­ar. Þar eru fram­kvæmd­ir langt komn­ar en áætlað er að klæða veg­inn aust­an við nýju brúna á næstu dög­um. Þá er unnið að því að keyra út styrkt­ar­lagi að vest­an­verðu og tengja þannig nýja veg­inn vest­an meg­in við brúna. Þá er eft­ir frá­gang­ur og upp­setn­ing vegriða en von­ast er til að veg­ur­inn yfir Þorska­fjörð verði opnaður fyr­ir um­ferð síðar á þessu ári. Þar með stytt­ist Vest­fjarðaveg­ur um tæpa 10 kíló­metra.

Heild­ar­stytt­ing veg­ar­ins, þegar öll­um fram­kvæmd­um við Vest­fjarðaveg, milli Skála­ness og Bjarkar­lund­ar, verður lokið, er um 22 km.

Fram­kvæmda­svæði útboðsins: Vest­fjarðaveg­ur (60) um Gufu­dals­sveit, Hall­steins­nes-Skála­nes, fyll­ing­ar.

Heimild: Mbl.is