Home Fréttir Í fréttum Samdráttur í byggingu íbúðarhúsnæðis

Samdráttur í byggingu íbúðarhúsnæðis

105
0
„Samdráttur er klárlega byrjaður í byggingu íbúðarhúsnæðis og ég veit til þess að bæði arkitektar, minni verkfræðistofur og verktakar hafa fundið mikið fyrir honum,“ segir Sæmundur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Verk­efn­astaða verk­fræðistofa er mis­jöfn eft­ir því við hvað þær eru að fást en Sæmund­ur Sæ­munds­son fram­kvæmda­stjóri Eflu kann­ast við það að sam­drátt­ur blasi nú við minni aðilum á markaðnum.

<>

Í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins hef­ur komið fram að mik­ill viðsnún­ing­ur hafi átt sér stað á tólf mánuðum í hönn­un á nýju hús­næði.

„Við erum far­in að sjá merki þess að það sé aðeins að byrja að hægj­ast á,“ seg­ir Sæmund­ur.

Efla kem­ur ekki mikið að bygg­ingu íbúðar­hús­næðis en sam­drátt­ur­inn er ljós þó svo hann sé ekki mjög mik­ill enn sem komið er. „Svo verðum við að sjá hvað ger­ist í fram­hald­inu.“

Stýri­vext­irn­ir farn­ir að bíta
Á sama tíma er kallað eft­ir stór­aukn­um fram­kvæmd­um í bygg­ingu nýrra íbúða enda veru­leg­ur skort­ur á hús­næði á Íslandi.

„Sam­drátt­ur er klár­lega byrjaður í bygg­ingu íbúðar­hús­næðis og ég veit til þess að bæði arki­tekt­ar, minni verk­fræðistof­ur og verk­tak­ar hafa fundið mikið fyr­ir hon­um.“

Ástæðan blas­ir við, að mati fram­kvæmda­stjóra Eflu. „Stýri­vext­irn­ir eru greini­lega farn­ir að bíta. Það er alltaf slæmt þegar það eru mikl­ar sveifl­ur. Þetta er ým­ist í ökkla eða eyra. Það er aldrei gott.“

Meira í Morg­un­blaðinu í gær, mánu­dag.

Heimild: Mbl.is