Vegagerðin býður hér með út nýbyggingu Vestfjarðarvegar á um 3,6 km kafla. Innifalið í verkinu er bygging um 119 m langrar bráðabirgðabrúar á Gufufjörð.
Helstu magntölur eru:
Vegagerð
- Bergskeringar 63.000 m3
- Fylling 232.000 m3
- Grjótvörn 34.500 m3
- Ræsalögn 156 m
Bráðabirgðabrú:
- Flutningur brúarefnis 197,5 tonn
- Boraðir stálstaurar 384 m
- Vegrið á brú 232 m
- Stálvirki, smíði 11,1 tonn
- Stálvirki, yfirborðsmeðhöndlun 1.007 m2
- Smíði timburgólfa 119 m
Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2025.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 8. september 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 10. október 2023.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.