Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Garðabær semur við Garðlist ehf. um vetrarþjónustu göngu- og hjólaleiða í Garðabæ...

Garðabær semur við Garðlist ehf. um vetrarþjónustu göngu- og hjólaleiða í Garðabæ 2023-2026

99
0

Úr fundargerð Bæjarráðs Garðabæjar þann 05.09.2023

<>
Tilboð í vetrarþjónustu göngu- og hjólaleiða í Garðabæ 2023-2026.
Á fundi bæjarráðs 15. ágúst sl. voru lögð fram eftirfarandi tilboð sem bárust í vetrarþjónustu göngu- og hjólreiðastíga í Garðabæ 2023-2026.

Colas Ísland hf.               kr. 77.850.000.
Stjörnugarðar ehf.          kr. 44.550.000.
Garðlist ehf.                    kr. 57.450.000.

Kostnaðaráætlun            kr. 80.665.000.

Lagt fram minnsblað Juris og Mannvits, dags. 02.09.2023 þar sem fram kemur að við yfirferð tilboða hafi komið í ljós að innsend gögn frá Stjörnugörðum ehf. og Garðlist ehf. voru ófullnægjandi m.a. um tæknilegar kröfur í útboðsgögnum varðandi tækjabúnað. Öllum bjóðendum var gefinn kostur á að leggja fram viðbótarupplýsingar og skýringar hvað varðar lýsingu á tækjabúnaði.

Niðurstaðan er að Garðlist ehf. er eini bjóðandinn sem skilað hefur inn tilboði sem fullnægir skilyrðum útboðsgagna og eiga þannig eina gilda tilboðið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði næst lægstbjóðanda Garðlistar ehf.

Previous articleRúðuskipti við krefjandi aðstæður í hæstu hæðum
Next article92 nýsveinar útskrifast í rafiðngreinum