92 nýsveinar í rafiðngreinum útskrifuðust síðastliðin laugardag í athöfn sem fór fram á Hilton Reykjavík Nordica.
Í þessum hópi eru 7 konur sem hlutu sveinspróf; Anney Birta Jóhannesdóttir, Gná Elíasdóttir, Íris Ragnarsdóttir, Ólöf Rún Guðsveinsdóttir, Rakel Anna Óskarsdóttir, Stefanía Þorbergsdóttir og Þóranna Vigdís Sigurðardóttir.
Athöfnin var fjölmenn þegar um 260 manns komu saman við útskriftina.
Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur á sveinsprófum rafvirkja og rafeindavirkja, eftirtaldir hlutu viðurkenningu:
- Hæst á bóklegu sveinsprófi rafvirkja – Rakel Anna Óskarsdóttir
- Hæstur á verklegu sveinsprófi rafvirkja – Guðmundur Þór Gíslason
- Hæstur á bóklegu sveinsprófi rafeindavirkja – Hafþór Ingi Harðarson
- Hæstur á verklegu sveinsprófi rafeindavirkja – Uggi Gunnar Bjarnason
- Hæstur samanlagt sveinsprófi rafeindavirkja – Hafþór Ingi Harðarson
- Hæstur samanlagt sveinsprófi rafvirkja – Guðmundur Þór Gíslason
Heimild: SI.is