Home Fréttir Í fréttum Íbúðarhús rísi við Hótel Nordica

Íbúðarhús rísi við Hótel Nordica

89
0
Múlareitur. Baklóð hótelsins við Suðurlandsbraut er stór og býður upp á mikla möguleika. Þarna geta risið í framtíðinni íbúðir og þjónustubyggingar. mbl.is/sisi

Fast­eigna­fé­lög­in Eik og Reit­ir áforma mikla upp­bygg­ingu á lóðum sem fé­lög­in eiga sunn­an við hót­elið Hilt­on Reykja­vík Nordica að Suður­lands­braut 2. Fé­lög­in hafa sent fyr­ir­spurn til Reykja­vík­ur­borg­ar og hef­ur skipu­lags­full­trúi borg­ar­inn­ar tekið já­kvætt í frum­hug­mynd­ir að upp­bygg­ingu.

<>

Svæðið Múlareit­ur af­mark­ast af Ármúla í suðri, Lág­múla í vestri, Suður­lands­braut í norðri og Hall­ar­múla í austri. Reit­ur­inn er 2,9 hekt­ar­ar að stærð og þar af eru göt­ur og bíla­stæði um 1,6 hekt­ar­ar. Mikl­ir mögu­leik­ar eru til upp­bygg­ing­ar á þessu vel staðsetta svæði. Ein­hverj­ar bygg­ing­ar munu víkja.

Und­an­farna ára­tugi hafa versl­an­ir, skrif­stof­ur, þjón­ustu­fyr­ir­tæki og hót­el verið starf­rækt á reitn­um. Við Ármúla eru höfuðstöðvar VÍS, við Hall­ar­múla hef­ur Penn­inn verið með versl­un og við Suður­lands­braut hef­ur verið starf­rækt Hilt­on Reykja­vík Nordica, áður Hót­el Esja.

Arki­tekta­stof­an Arkþing-Nordic sendi fyr­ir­spurn­ina til Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir hönd Eik­ar og Reita. Til­lag­an sé hugsuð sem fyrstu drög til umræðu og áfram­hald­andi vinnslu.

Fram kem­ur í um­sögn verk­efna­stjóra skipu­lags­full­trúa að fyr­ir­liggj­andi frumdrög að upp­bygg­ingu sýni blandaða byggð baka til á lóðunum. Gert er ráð fyr­ir að heild­ar­bygg­ing­ar­magn geti orðið u.þ.b. 21.500 fer­metr­ar, auk 7.700 fer­metra bíla­kjall­ara. Þar af yrðu íbúðir u.þ.b. 18.900 fer­metr­ar og versl­un og þjón­usta um 2.600 fer­metr­ar.

Til­lag­an sýni áhuga­verðar hug­mynd­ir að torg­um og göngu­göt­um sem jafn­framt eru íbúðagöt­ur. Einnig sýni til­lag­an áhuga­verða hug­mynd að græn­um inn­g­arði til suðurs með djúp­um jarðvegi svo tré fái þrif­ist. Áhersla er lögð á góð út­i­rými og góðar göngu­leiðir sem tengja Ármúla við stoppistöðvar borg­ar­línu við Suður­lands­braut.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út fimmtu­dag­inn 31. ág­úst.

Heimild: Mbl.is