Home Fréttir Í fréttum Fjór­menningar fengu 2,2 milljarða frá Fag­kaupum

Fjór­menningar fengu 2,2 milljarða frá Fag­kaupum

292
0
Bogi Þór Siguroddsson, eigandi Fagkaupa, var með hálfan milljarð í fjármagnstekjur í fyrra. Ljósmynd: BIG

Eigandi verslunarsamstæðunnar Fagkaups og nokkrir eigendur fyrirtækja sem Fagkaup festi kaup á í fyrra skipa sér ofarlega á fjármagnstekjulista ársins með yfir hálfan milljarð hvert.

<>

Nokkrir einstaklingar komu ágætlega út úr því að selja fyrirtæki sín til verslunarsamstæðunnar Fagkaupa í fyrra.

Sævar Kristjánsson, Bergdís Ingibjörg Eggertsdóttir og Benedikt Emil Jóhannsson fengu sín á milli slétta 1,7 milljarða króna fyrir eignarhluti sína í fyrirtækjum sem Fagkaup keypti og komust með því öll inn á lista 150 fjármagnstekjuhæstu einstaklinga landsins sem Viðskiptablaðið tók saman í síðustu viku.

Sævar var efstur meðal þremenninganna með 661 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra eftir að Fagkaup keyptu málmsmíðafyrirtækið Hagblikk sem hafði að mestu verið í hans eigu, og skipaði sér þar með í 15. sæti áðurnefnds lista. Sævar hafði einnig starfað sem framkvæmdastjóri Hagblikks, sem var stofnað af föður hans árið 1977.

Bergdís var með 521 milljón í 26. sæti listans, en hún átti ásamt eiginmanni sínum Gretti Sigurðssyni hlut í vélaversluninni Fossbergi sem Fagkaup keyptu í fyrrasumar, stuttu eftir kaupin á Hagblikk.

Benedikt kemur svo fast á hæla henni í sætinu fyrir neðan með 518 milljónir í fjármagnstekjur. Kaupverð Fossbergs í viðskiptunum var ekki gefið upp, en eigið fé félagsins nam 3,6 milljörðum króna í lok árs 2020.

Sjálfur var svo Bogi Þór Siguroddsson, eigandi og stjórnarformaður Fagkaupa, með 501 milljónar króna fjármagnstekjur í fyrra og skipaði 30. sætið rétt fyrir neðan Bergdísi og Benedikt. Fagkaup greiddi út 2 milljarða króna í fyrra með lækkun hlutafjár.

Heimild: Vb.is