Home Fréttir Í fréttum Snúa 600 milljóna tapi í 1,7 milljarða hagnað

Snúa 600 milljóna tapi í 1,7 milljarða hagnað

275
0
Íslensk fjárfesting ehf. er í eigu þeirra Þóris Kjartanssonar, sem er einnig framkvæmdastjóri, og Arnars Þórissonar sem er stjórnarformaður. Félagið á meðal annars Kilroy og RR hótel, sem rekur m.a. Reykjavík Residence. Samsett mynd

Fjár­fest­inga­fé­lagið Íslensk fjár­fest­ing ehf. skilaði 1,7 millj­arða hagnaði á síðasta ári, en fé­lagið er móður­fé­lag utan um ýmsa at­vinnu­starf­semi og fast­eigna­verk­efni, meðal ann­ars ferðaskrif­stof­una Kil­roy, heil­brigðisþjón­ust­una í Sól­túni, úti­vist­ar­versl­un­ina Útil­íf, RR hót­el og fast­eigna­verk­efni á Kárs­nesi og á Orkureitn­um.

<>

Í til­kynn­ingu fé­lags­ins vegna upp­gjörs­ins kem­ur fram að mik­ill viðsnún­ing­ur hafi orðið á rekstr­in­um milli ára, en tölu­verðra áhrifa hafi enn gætt árið áður vegna far­ald­urs­ins á ferðaþjón­ustu­fé­lög sam­stæðunn­ar.

33,4 millj­arða velta

Í árs­reikn­ingi, sem birt­ur hef­ur verið á heimasíðu fé­lags­ins, kem­ur fram að sam­tals hafi rekstr­ar­tekj­um sam­stæðunn­ar numið um 33,4 millj­örðum á síðasta ári. Rekstr­ar­hagnaður fyr­ir skatta, fjár­magnsliði og af­skrift­ir nam 3,8 millj­örðum.

Eigið fé fé­lags­ins hef­ur auk­ist milli ára og nem­ur nú 4,5 millj­örðum króna. Heild­ar­eign­ir fé­lags­ins í árs­lok námu 8,6 millj­örðum. Þó er tekið fram að eign­ir fé­lags­ins í Kil­roy og RR hót­el séu færðar á kostnaðar­verði, en að stjórn­end­ur telji raun­veru­legt markaðsvirði þeirra mun hærra.

Þannig er meðal ann­ars tekið fram að Kil­roy sé stærsta fé­lag sam­stæðunn­ar, en það er með höfuðstöðvar í Kaup­manna­höfn og rek­ur ferðaskrif­stof­ur á átta mörkuðum í norðan­verðri Evr­ópu.

Helstu vörumerki fé­lags­ins eru KIL­ROY, Benns, Jysk Rej­sebureau, Win­berg Tra­vel og ISIC. RR Hót­el rek­ur fjög­ur vörumerki: Reykja­vík Resi­dence hót­el, Port9 vín­b­ar, Tower Suites Reykja­vík og ODDS­SON hót­el.

Hagnaður eft­ir skatta nam sem fyrr seg­ir 1,7 millj­örðum, en árið áður hafði tap numið 627 millj­ón­um.

Kil­roy 78% af tekj­um, en lít­ill hluti hagnaðar

Í árs­skýrslu fé­lags­ins kem­ur fram að rekstr­ar­tekj­ur Kil­roy og dótt­ur­fé­laga þess séu 26 millj­arðar á síðasta ári, eða sem nem­ur um 78% af heild­ar­tekj­um sam­stæðunn­ar.

Hagnaður fyr­ir og eft­ir skatta er hins veg­ar mest­ur af fast­eign­um og þróun, en þar var hagnaður fyr­ir skatta 2,1 millj­arður og eft­ir skatta 1,1 millj­arður.

Til sam­an­b­urðar var hagnaður ferðaþjón­ustu­hlut­ans fyr­ir skatta 947 millj­ón­ir, en eft­ir skatta 98 millj­ón­ir. Í heil­brigðisþjón­ust­unni er hagnaður eft­ir skatta 558 millj­ón­ir, en 68 millj­óna tap varð af fjár­fest­ing­um sem flokk­ast und­ir úti­vist og hreyf­ingu.

Heimild: Mbl.is