Göngustígur Reykjanesbær – Garður 1. áfangi
Verkið felst í gerð malbikaðs göngu- og hjólastígs sem byrjar við Grófina í Reykjanesbæ, liggur meðfram Hringbraut að austanverðu, svo meðfram Garðskagavegi að gatnamótum við kirkjugarðinn í Helguvík. Heildarlengd stígs er um 2000 m.
Um er að ræða opið útboð samkvæmt skilgreiningu 1.2.2 í ÍST 30:2012.
Útboðgögn afhent: 22.ágúst 2023.
Fyrirspurnartíma lýkur: Kl 12:00 29.08.2023
Svarfrestur rennur út: kl. 12:00 30.08.2023
Opnunartími tilboða: kl 13:00 31.08.2023
Upphaf framkvæmdatíma: 21.09.2023
Lok framkvæmdatíma: 21.12.2023
Tafabætur: kr. 250.000.-/dag
Verðlagsgrundvöllur: Verkið verðbætist ekki
Opnunarstaður tilboða: Gögn send inn rafrænt.
Helstu magntölur:
Uppúrtekt 2000 m3
Fyllingar 4500 m3
Malbik 5600 m2
Útboðsgögn eru tilbúin og fást afhent með því að senda tölvupóst með upplýsingum um nafn, kennitölu, tölvupóst og símanúmer á tölvupóstfangið dadi@t-sa.is.