Home Fréttir Í fréttum Kennt í Kársnesskóla haustið 2024

Kennt í Kársnesskóla haustið 2024

76
0
Framkvæmdir við Kársnesskóla. mbl.is/Hákon

Verið er að byggja skýli yfir ný­bygg­ingu Kárs­nesskóla við Skóla­gerði í Kópa­vogi svo unnt verði að halda áfram bygg­inga­fram­kvæmd­um í vet­ur.

<>

Svo sem fram hef­ur komið rifti Kópa­vogs­bær samn­ingi við ít­alska verk­tak­ann Rizz­ani de Eccher í maí sl. vegna vanefnda. Fram höfðu komið gall­ar á bygg­ing­unni sem verktak­inn hafði ekki bætt úr þrátt fyr­ir ít­rekaðar áskor­an­ir þar um. Nú hef­ur bær­inn sjálf­ur tekið við fram­kvæmd­un­um og verður því verkið ekki boðið út á nýj­an leik.

Skóla­bygg­ing­in var dæmd ónýt vegna raka­skemmda og myglu árið 2017 og rif­in í fram­hald­inu.

Að sögn Sig­ríðar Bjarg­ar Tóm­as­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa Kópa­vogs­bæj­ar, er nú verið að und­ir­búa fram­kvæmd­ir vetr­ar­ins eins og kost­ur er. Hreins­un­ar­starf á fram­kvæmda­svæði stend­ur yfir og bygg­ing áður­nefnds skýl­is yfir skóla­bygg­ing­una svo unnt verði að vinna við mann­virkið í öll­um veðrum í vet­ur. Mark­miðið sé að hús­næðið verði til­búið und­ir kennslu fyr­ir upp­haf skóla­árs 2024, þ.e. að réttu ári liðnu.

Að sögn Sig­ríðar Bjarg­ar er gert ráð fyr­ir að bygg­ingu nýs Kárs­nesskóla í Skóla­gerði ljúki fyrri hluta árs 2024 og stefnt sé að því að fram­kvæmd­um ljúki að mestu á vor­dög­um 2024. Sum­arið verði nýtt til lokafrá­gangs og kennsla hefj­ist í nýju hús­næði í ág­úst 2024. Kostnaður við fram­kvæmd­irn­ar liggi ekki fyr­ir.

Heimild: Mbl.is