Home Fréttir Í fréttum Formaður Byggiðnar segir réttindalaust starfsfólk valda myglu og lekavandamálum

Formaður Byggiðnar segir réttindalaust starfsfólk valda myglu og lekavandamálum

88
0
Mynd: DV.is

Jón Bjarni Jónsson, formaður Byggiðnar – félags byggingamanna, segir að stóra hluta lekavandamála í byggingum megi rekja til þess að réttindalaust og kunnáttulaust starfsfólk sé ráðið við byggingavinnuna. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísir.is.

<>

„Það er opinbert leyndarmál að fjölmörg íbúðarhús eru byggð af starfsfólki sem hefur engin réttindi – og það sem verra er; hvorki kunnáttu né þekkingu til að sinna þeim fjölmörgu verkþáttum sem þurfa að vera í lagi til að íbúðarhúsnæði standist kröfur.

Kröfur sem væntanlegir kaupendur eiga að geta treyst að séu uppfylltar. Vegna kunnáttuleysis eru þessir starfsmenn einnig óhæfir til að vinna í faglegu samstarfi við hönnuði og efnissala, þar sem þeir vita ekki hvernig frágangi verkanna skal vera háttað.“

Jón Bjarni bendir á að samkvæmt lögum megi enginn hanna íbúðarbyggingu án þess að hafa til þess menntun. Séu réttindi ekki til staðar fáist teikningar ekki samþykktar og byggingarleyfi sé ekki veitt. Einnig þurfi byggingavörur að vera vottaðar og má leggja háar dagsektir á efnissala sem selur byggingarvörur sem standast ekki kröfur.

„Lög kveða jafnframt á um að enginn megi vinna iðnaðarstörf án þess að hafa lokið tilskyldu iðnnámi,“ segir greinarhöfundur ennfremur en bendir á að við broti á þeim lögum séu engin viðurlög. Verktaki geti fengið hvern sem er í verkið án þess að það hafi afleiðingar fyrir aðra en kaupanda hússins.

Jón Bjarni segir að brýnt sé að taka á þessum vanda:

„Koma þarf í veg fyrir að starfsmenn án þekkingar og kunnáttu, vinni iðnaðarstörf og valdi þannig grandalausum kaupendum íbúðarhúsnæðis – og samfélaginu öllu – ómældum skaða.

Skilaboð löggjafans virðast vera þau að það sé mikilvægt að byggingarefni standist kröfur – þess vegna eru sett sektarákvæði – en það skipti engu máli hvort þeir sem vinna með efnið hafi til þess þekkingu eða kunnáttu.“

Höfundur leggur áherslu á að taka þurfi upp viðurlög við vinnu réttindalausra við íbúðarbyggingar til að draga úr lekavandamálum.

Sjá nánar á Vísir.is

Heimild: DV.is